Inga Kristjáns: Lífstílsbreytingin sem breytti minni sín á lífið – 50 days of better body and better life VOL 2

þeir sem hafa fylgst með mér sem lengst muna kannski eftir áskoruninni sem ég tók í fyrra. Ég kallaði hana “50 days of better body and better life” þið getið lesið pistilinn um upprunalegu áskorunina HÉR

En í stuttu máli snýst áskorunin um það að gefa sér tíma til að rækta líkama, huga og sál. Á þeim tíma sem ég ákvað að snúa lífi mínu við var ég búin að ganga í gegnum mikla erfiðleika. Pabbi var ný farinn frá okkur, en briskrabbamein hrifsaði hann af okkur á rúmum átta mánuðum. Ég var alltaf mikil pabba stelpa og átti ég alveg gríðarlega erfitt með þessar aðstæður. Þetta hafði áhrif á mig á allan hátt, ég þyngdist, ég hafði engin markmið, engan væntingar og ég var með brotið hjarta. Ég sá ekki fram á að lifa hamingjusömu lífi nema að ég myndi grípa inní og snarhemla. Ég varð að gera eitthvað í mínum málum því annars hefði endan illa fyrir mér. Ég ákvað að gera þetta fyrir sjálfa mig og fyrir pabba minn! Því hann hefði aldrei leyft mér að lifa lífinu eins og ég gerði.

Ég og pabbi í útskriftarveislunni minni

Ég ákvað því að gefa mér 50 daga í að rækta líkama og sál. Afhverju 50 daga? Ég vinn betur undir smá pressu, mér finnst gott að vita af því að ég fái ákveðin tíma fyrir verkefni sem ég tek mér fyrir hendur. Ég þarf áskorun og þannig hef ég alltaf verið. Ég hugsaði þetta þannig að ég ætlaði að leggja mig alla í þetta í 50 daga og gefa ekki undan, eftir 50 daga myndi ég svo taka stöðuna og athuga hvort þetta væri líferni sem ég væri til í að halda áfram með.

Árangurinn að 50 dögum liðnum var gígantískur bæði líkamlegur og andlegur. Ég missti rúm 8 kíló og styrktist, ég gat hlaupið 10 km án þess að blása úr nös. Ég náði að vinna helling í meðvirkninni minni og lærði að setja fólki mörk. Mataræði, samskipti, reglulemi og allt varð svo mikið betra. Eftir 50 daga hélt ég að sjálfsögðu áfram með þetta líferni. Ég var í fyrsta sinn í langan tíma virkilega stolt af því sem ég hafði afrekar og þetta gat ég alveg sjálf.

44 dagar á milli mynda – engar öfgar – bara breytt hugafar, hreifing og mataræði

Áskorunin vakti mjög mikla lukku hjá mér, fjölskyldu, vinum og fylgjendum mínum á snap chap (snap: ingakristjanss) þetta náði það langt að vísir.is tók viðtal við mig sem þið getið lesið HÉR

Ég hef nokkurnvegin náð að halda mér á réttri braut með flest atriði sem ég nefndi hér að ofan en finn samt að ég þarf stanslaust aðhald, ég þarf alltaf nýja áskorun og ný markmið. Því annars á ég það til að falla í sama gamla farið. Það er líka staðreynd að lífstílsbreyting og lífstíll yfir höfuð er alltaf langhlaup aldrei spretthlaup. Góðir hlutir gerast hægt og þú þarft stanslaust að vera í sjálfskoðun og einnig ertu allt lífið að læra á þig og hvað hentar þér.

En afhverju er ég að rifja þetta ?

50 DAYS OF BETTER BODY AND BETTER LIFE VOL 2 ER HAFIN

Já, þið heyrður rétt. Ég er byrjuð á nýrri áskorun og ætla að leyfa snap chat að fylgjast ennþá betur með. Ég mun deila daglegu ræktar prógrammi og matarprógrammi á snap chat. Ég ætla að taka áskorunina á nýtt level og vinna ennþá betur í öllum þeim atriðum sem mig langar að bæta. Hreifing, mataræði, samskipti og sjálfsræktun verður í 1 sæti hjá mér í þessa 50 daga og ætla ég að tileinka sjálfri mér þennan tíma. Ég vil taka það fram að ég ætla ekki að verða betri manneskja á 50 dögum, ég ætla að taka skref í áttina að því að verða betri manneskja á 50 dögum og ætla ég að njóta tímans á meðan.

Ég hlakka til að halda áfram, ég hlakka til að sjá árangurinn. Ef ykkur langar að vera með er ykkur velkomið að fylgjast með á snappinu og vonandi getiði notast við þann fróðleik sem ég nýti mér.

EF AÐ ÉG GET ÞETTA ÞÁ GETUR ÞÚ ÞAÐ LÍKA!
ÁFRAM VIÐ xx

þar til næst xx