Ingibjörg Katrín Linnet skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Inga Kristjáns – Matseðill vikunnar ásamt uppskriftum


Mexico Lasagna – uppskrift finnurðu HÉR

Satay Kjúklingasalat

Þú þarft:
– Kjúkling
– Spínat
– Hrísgrón
– Satay Sósu
– Papriku
– Ananas
-Doritos snakk

Kjúklingur skorin í bita og steiktur á pönnu, uppúr tvem matskeiðum af Satay sósu, salti og pipar. Hrísgrjón soðin í potti á meðan. Spínat, paprika og ananas sett í skál eftir að hafa verið skorið niður (þið getið bætt við grænmeti og ávöxtum sem ykkur finnst gott) Þegar kjúklingur og hrísgrón eru tilbúin er öllu blandað saman með grænmetinu og Satay sósu hellt yfir. Það er gríðarlega gott að milja niður doritos og toppa réttin með því. Bon appatit!


Skrúfu pasta í Villisveppa rjómaostasósu

Þú þarft:
– Skrúfu pasta
– Matreiðslurjóma
– Villisveppaost
– Sveppi

Byrjaðu á því að hella matreiðslurjóma í pott og stilla á sjö. Skerðu Villisveppaorstinn í bita og settu ofan í rjómann. Vertu stanslaust að hræra í pottinum svo ekkert brenni við. Á meðan skaltu sjóða skrúfu pastað. Sveppir eru skornir niður og steiktir á pönnu. Þegar allt er tilbúið er öllu blandað saman í stóra skál. Gríðarlega gott að bera fram með hvítlauksbrauði. Ekki skemmir að toppa réttin með smá rifnum parmesan osti.


Nautkjöt með sætum kartöflum og Bernais sósu

Á þessu heimili finnst okkur hrikalega gott að skera sætu kartöflurnar í bita og steikja bitana á pönnu. Þegar þeir eru orðnir gullinbrúnir er snilld að setja bitana í eldfast mót og setja Dala Brie eða Camembert ost yfir og setja inní ofn í nokkrar mínútur. Það er alveg hrikalega gott.

Þar sem við erum nýbúin að eignast grill, þá grillum við allt kjötkyns. Þannig við myndum grilla nautakjötið í 5 mín á hvorri hlið. Fyrir þá sem eru ekki jafn helteknir af grillinu sínu eða eiga ekki grill er minnsta mál að steikja það á pönnu,

Hérna er síðan geggjuð uppskrift af Bernais sósu sem við notumst alltaf við (ljufmeti.is)

Bernais sósa uppskrift/aðferð

  • 4 eggjarauður
  • 250 gr. smjör
  • 1 msk.  Bernaise Essence
  • Fáfnisgras (franskt estragon –kryddjurt), söxuð smátt
  • salt og piparEggjarauðurnar eru þeyttar ásamt Bernaise essence. Sumir þeyta þær yfir heitu vatnsbaði. Smjör brætt, þegar hitastigið er þannig að maður rétt nær að dýfa fingrinum í það er því hellt varlega í mjórri bunu út í eggjarauðurnar og þeytt í stöðugt á meðan (mikilvægt! – helst að fá einhvern annan til að hella) með písk. Að lokum er estragoni bætt við. Sósan smökkuð til og krydduð með smá salti og pipar ef þarf. Það má ekki hita upp sósuna aftur eftir að eggjarauðum og smjöri hefur verið blandað saman, þá skilur hún sig. Bearnaise sósan er því ekki heit þegar hún er borin fram, bara volg og má jafnvel vera köld. En fyrir þá sem vilja heita sósu er hægt að hita hana upp varlega yfir vatnsbaði.


Fahitas

Það sem þú þarft:
– Hakk
– Tortillur
– Kotasæla
– taco sósa
– gúrku
– papriku
– lauk
– rifinn ost
– Doritos

Aðferð

Hakkið er steikt á pönnu ásamt niðurskornum lauk og kryddað með salti og pipar. Síðan er bætt kotasælunni útí þegar hakkið er orðið þokkalega eldað. Leifið þessu að malla í smá stund á meðan þið græjið meðlætið.

Meðlæti sem ég hef er t.d gúrka, paprika og tómatur, sýrður rjómi, rifinn ostur, spínat og salsa sósa sem ég set allt í sitthvora skálina og ber á borð.

Þegar hakkið er tilbúið getur hver og einn raðað á fahitas pönnukökuna sína að vild. Finnst þetta alltaf snilldar máltíð, því hún hentar öllum og er frábær í nesti daginn eftir! Einfalt og mega þægilegt

Njótið! – þar til næst xx