Ingibjörg Katrín Linnet skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Inga Kristjáns: Matseðill vikunnar og uppskriftir

 

 

Mesikósk Kjúklingasúpa

Hráefni:

 • 2 kjúklingabringur
 • salt
 • 1/2 blaðlaukur, smátt saxaður
 • 1 rauð paprika, smátt söxuð
 • 1 msk ólívuolía
 • 1 líter vatn
 • 1 kjúklingateningur
 • 1 dós saxaðir tómatar
 • 4 msk chili-sósa
 • 3 msk tómatþykkni (tomato paste)
 • 100 gr rjómaostur
 • nachos-flögur
 • rifinn ostur
 • sýrður rjómi

Aðferð: 

Byrjaðu á að steikja kjúklingabringurnar á pönnu með smá salti þar til þær eru eldaðar í gegn. Ég sker kjúklingin í bita áður en ég steiki þá.

Steiktu blaðlaukinn og paprikuna í ólífuolíunni við miðlungs hita. Hitaðu vatnið í potti og leystu kjúklingateninginn upp í vatninu. Bættu grænmetinu út í kjúklingasoðið ásamt hökkuðum tómötum, chili-sósu og tómatmauki og leyfðu súpunni að malla við vægan hita í 10 mínútur.

Bættu rjómaostinum í súpuna í litlum skömmtum og láttu hana malla aðeins á milli svo að rjómaosturinn leysist upp. Bættu að lokum kjúklingabitunum út í.

Best er að bera súpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachos snakki.

Screen Shot 2017-07-09 at 9.01.47 PM

Grænmetis baka

 

Botninn:

 • 3 dl hveiti
 • 100 g smjör
 • 3 msk vatn

Hitið ofninn í 225°. Blandið deiginu í botninn saman þannig að það myndi klump, fletjið hann út og fyllið út í bökumót
Forbakið í ca 10 mínútur.

Fylling:

 • 1 sæt kartafla (meðalstór)
 • krydd eftir smekk (ég var með Best á allt, Ítalska hvítlauksblöndu, salt og pipar)
 • 1 laukur
 • 2 hvítlauksrif
 • 2 handfylli af spínati
 • 2 msk balsamik edik
 • 2 egg
 • 2 dl mjólk
 • 150 g fetakubbur, mulinn í bita
 • handfylli af cashew hnetum

Skerið sætu kartöfluna í teninga, veltið upp úr ólífuolíu og kryddið. Bakið við 180° í 20 mínútur.

Hakkið lauk og hvítlauk. Hitið pönnu yfir miðlungsháum hita, bræðið smjör á pönnunni og bætið svo lauk og hvítlauk á hana. Steikið þar til mjúkt. Bætið spínati á pönnuna og steikið áfram í um 2 mínútur. Bætið þá balsamik ediki saman við og kryddið með salti og pipar. Steikið allt saman í um 2 mínútur, takið svo af hitanum og látið standa aðeins.

Hrærið saman mjólk og egg.

Setjið helminginn af sætu kartöflunum í botnin á bökubotninn. Setjið lauk- og spínatblönduna, fetaost og cashew hneturnar yfir. Ef það er pláss, stingið þá fleiri sætum kartöflum í bökuna. Hellið eggjablöndunni yfir. Bakið í 35-40 mínútur við 180°. Ef bakan fer að dökkna þá er gott að setja álpappír yfir hana.

Þessa uppskrift fékk ég hjá www.ljufmeti.com uppáhalds matarblogginu mínu!

Screen Shot 2017-07-09 at 9.01.54 PM

Mexico Lasagna

Hráefni:

 • Hakk
 • 1 Paprika
 • 1 laukur
 • Kotasæla
 • Fahitas pönnukökur
 • Rifinn ostur
 • Salsa sósa
 • Brokkolí
 • Salt
 • Pipar

Aðferð:
Byrjið á því að kveikja á ofninum, 180 gráður á blæstri. Steikið hakkið á pönnu, setjið strax smáttskorinn lauk, salt og pipar á pönnuna með hakkinu. Þegar hakkið er orðið þokkalega eldað skaltu bæta við þrem matskeiðum að kotasælu, papriku og brokkolí, að lokum salsa sósunni. Hellið helmingnum af blöndunni í eldfast mót og tvær fahitas pönnukökur ofan á það. Hellið síðan restinni af blöndunni og bætið tvem öðrum fahitas pönnukökum ofan á það. Stráið svo vel af rifnum osti. Rétturinn þarf 20 mín inní ofni.

 

Screen Shot 2017-07-09 at 9.02.00 PM

Satay Kjúklingasalat

Hráefni:

 • kjúklingabringur
 • Satay sósa
 • spínat
 • rauðlaukur
 • rauð paprika
 • cherry tómatar
 • salthnetur
 • fetaostur

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu. Hellið satay sósunni yfir og látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Skerið papriku og rauðlauk og cherry tómata í tvennt.

Setjið spínat í botninn á eldföstu móti. Setjið kjúklingin yfir spínatið ásamt helming af sósunni. Setjið papriku, rauðlauk, cherry tómata og fetaost ásamt aðeins meira af sósunni yfir. Dreifið salthnetum yfir og setjið restina af satay sósunni í skál og berið fram með. Ótrúlega gott að setja smá nachos með í réttinn

Screen Shot 2017-07-09 at 9.35.07 PM
nautakjöts fahitas

Hráefni:

  • Nautakjöt
  • salsasósa
  • fahitas pönnukökur
  • paprika
  • rifinn ostur
  • gúrka
  • laukur
  • sýrður rjómi
  • tómatur
  • spínat

   

 • AðferðKjötið er steikt á pönnu og lauk og kryddað með salti og pipar.Meðlæti sem ég hef er t.d gúrka, paprika og tómatur, sýrður rjómi, rifinn ostur, spínat og salsa sósa sem ég set allt í sitthvora skálina og ber á borð.Þegar allt er tilbúið getur hver og einn raðað á fahitas pönnukökuna sína að vild. Finnst þetta alltaf snilldar máltíð, því hún hentar öllum og er frábær í nesti daginn eftir! Einfalt og mega þægilegt

Njótið xx

Mjúkar og dásamlegar M&M kökur með leynihráefni !

INNIHALD: 100 gr af smjöri við stofuhita 1/2 bolli sykur 1/2 bolli púðursykur 1 stórt egg 1/2 teskeið vanilludropar 1-1/2 bolli hveiti 3 matskeiðar Instant vanilla […]

Kaffi smoothie með banönum og döðlum- Fullkominn í morgunsárið

Þessi smoothie er æðislegur hvort sem það er til að koma sér í gang á morgnana eða sem hressing þegar líða fer á daginn.   […]

Uppskrift – Paleo Próteinpönnsur

Hér kemur gómsæt uppskrift frá  Ásdísi grasalækni Það er eitthvað svo notalegt að setjast niður að morgni og gæða sér á ilmandi pönnuköku og kaffibolla […]

Gómsætt Pasta: Kjúklingur, beikon og avocado!

Þetta pasta er alveg ómótstæðilegt. Hér mætast margar bragðtegundir og koma saman á einhvern undraverðan hátt í þessum gómsæta rétt. Þessi er fullkominn í matarboðið […]

Uppskrift – Dásamlega góður kjúklingur í karrýsósu

Dásamlega góður kjúklingur í karrýsósu uppskrift frá Maríu Kristu   Innihald: 1 kjúklingur heill best að krydda og steikja hann í steikarpoka sem fást í flestum […]

Eitt af því besta við haustin, heitt kakó…hér er hin fullkomna uppskrift af heitu vegan kakó

Vegan kakó Við elskum flest heitt kakó! Það er eitthvað við haustið sem fær mann til að vilja fá sér heitt kakó eftir langan og […]

Nokkrar frábærar leiðir til að bæta við hollustu í barna-afmælið

Sniðugar leiðir til þess að fá krakka til að borða meira af ávötxum og grænmeti.   Hér eru nokkrar frábærar og einfaldar hugmyndir til þess […]

Emilía- Próteinpönnukökurnar sem ég bókstaflega elska!

Eftir æfingu reyni ég yfirleitt að fá mér próteinboost en stundum langar mig bara í eitthvað annað og þá finnst mér algjör snilld að gera […]

Ljúffengt lasagna með grænmeti og stökkum osti

Ljúffengt lasagna Hráefni 1 pakki nautahakk 2 laukar – saxaðir 2 hvítlauksgeirar – saxaðir 1 dós tómata og basil pasta sósa frá Jamie Oliver 1 […]