Ingibjörg Katrín Linnet skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Inga Kristjáns: matseðill vikunnar & uppskriftir!

Ég og kærastinn minn höfum tamið okkur þann sið núna í nokkurn tíma að fara á sunnudögum og gera svokölluð “viku innkaup” Þá skipuleggjum við hvað við ætlum að borða í kvöldmat alla daga vikunnar og förum síðan og verslum í matinn eftir þeim matseðli. Við höfum sparað alveg hellings pening á þessu, auk þess að vera mun skipulagðari og nýta betur allan mat sem við eigum til. Mæli með því að allir temji sér þetta, þetta er mjög fljótt að komast í rútínu.

Ég veit það getur verið alger höfuðverkur að skipuleggja máltíðir en ég mæli með því að vera dugleg að skoða matarblogg, matreiðslubækur og t.d pinterest. Ég notast gríðarlega mikið við matarbloggið www.ljufmeti.com en það er eitt fallegasta blogg sem ég hef séð.

Ég hef alltaf deilt matseðlinum á snap chat (ingakristjanss) og fæ ég alltaf mikið af spurningum útí uppskriftir. Ég ákvað því að “Matseðill vikunnar” yrði því fastur liður hjá mér vikulega hér á Króm. Njótið vel!

17-21 júlí

Screen Shot 2017-07-09 at 9.01.37 PM
Mesikósk Kjúklingasúpa

Hráefni:

 • 2 kjúklingabringur
 • salt
 • 1/2 blaðlaukur, smátt saxaður
 • 1 rauð paprika, smátt söxuð
 • 1 msk ólívuolía
 • 1 líter vatn
 • 1 kjúklingateningur
 • 1 dós saxaðir tómatar
 • 4 msk chili-sósa
 • 3 msk tómatþykkni (tomato paste)
 • 100 gr rjómaostur
 • nachos-flögur
 • rifinn ostur
 • sýrður rjómi

Aðferð: 

Byrjaðu á að steikja kjúklingabringurnar á pönnu með smá salti þar til þær eru eldaðar í gegn. Ég sker kjúklingin í bita áður en ég steiki þá.

Steiktu blaðlaukinn og paprikuna í ólífuolíunni við miðlungs hita. Hitaðu vatnið í potti og leystu kjúklingateninginn upp í vatninu. Bættu grænmetinu út í kjúklingasoðið ásamt hökkuðum tómötum, chili-sósu og tómatmauki og leyfðu súpunni að malla við vægan hita í 10 mínútur.

Bættu rjómaostinum í súpuna í litlum skömmtum og láttu hana malla aðeins á milli svo að rjómaosturinn leysist upp. Bættu að lokum kjúklingabitunum út í.

Best er að bera súpuna fram með sýrðum rjóma, rifnum osti og nachos snakki.

Þessa uppskrift fékk ég hjá www.ljufmeti.com en breytti eftir mínum smekk

Screen Shot 2017-07-09 at 9.01.47 PM

Spagetti Bolognese

Hráefni:

 • Hakk
 • Piparostur
 • Jamie Oliver Basil Sauce
 • Ritz kex
 • Laukur
 • Spagetti
 • Egg

Aðferð:
Látið egg, handfylli af ritz kexi, hálfan niðurskorin lauk og niðurrifinn piparost útí hakkið. Þetta er síðan hnoðað saman í litlar kjötbollur og raðað á ofnplötu. Bollurnar eru bakaðar í 15-20 mín eða þangað til þær eru orðnar fallega brúnar á 180gráðum.

Á meðan bollurnar bakast er spagettíið soðið, sniðug lausn til að finna út hversu mikið spagetti á að sjóða er að nota gatið á spagetti ausunni, en magnið af spagetti strimlunum sem kemst inní gatið er nægilega stór skammtur fyrir eina manneskju, þannig ef þú ert að elda fyrir þrjá, þá framkvæmiru þetta þrisvar sinnum. Ef þú fylgir þessu, siturðu ekki upp með alltof mikið spagetti.

Screen Shot 2017-07-09 at 9.30.45 PM.png

Þegar bollurnar eru tilbúnar og spagettíið er soðið er gaman að leika sér með að bera þetta fallega fram. Mér finnst mjög skemmtilegt að setja spagettíið fyrst á diskinn, síðan nokkrar bollur, jamie oliver sósuna yfir og svo einhverja smá skreytingu, eins og tildæmis nokkur lauf af basiliku ef ég á það til.

Screen Shot 2017-07-09 at 9.01.54 PM
Ítölsk Pizza 

hráefni

 • Pizzadeig, þú getur búð til þitt eigið en við kaupum alltaf í IKEA
 • Pizzasósa
 • Klettasalat
 • ferskur mozarella
 • cherry tómatar
 • rifinn ostur
 • parmaskinka

Aðferð

Byrjið á því að fletja út pizzuna, smyrjið pizza sósunni vel yfir en skiljið kantana eftir. Dreifðu rifna ostinum yfir pizzuna eftir smekk og setjið ferska mozarella ostinn á (mozarella kubburinn ætti að duga á tvær pizzur) Skerið cherry tómatana í tvennt og látið ofan á pizzuna. Setjið pizzuna inní ofn á 210 gráður í 10 mín c.a (þangað til kantar eru orðnir gullinbrúnir)
Þegar pizzan er komin út er klettasalataðið og parmaskinkan sett á.

Alveg einstaklega gott með smá rauðvínsdreitil

 

Screen Shot 2017-07-09 at 9.02.00 PM

Satay Kjúklingasalat

Hráefni:

 • kjúklingabringur
 • Satay sósa
 • spínat
 • rauðlaukur
 • rauð paprika
 • cherry tómatar
 • salthnetur
 • fetaostur

Skerið kjúklingabringurnar í bita og steikið á pönnu. Hellið satay sósunni yfir og látið malla þar til kjúklingurinn er eldaður í gegn.

Skerið papriku og rauðlauk og cherry tómata í tvennt.

Setjið spínat í botninn á eldföstu móti. Setjið kjúklingin yfir spínatið ásamt helming af sósunni. Setjið papriku, rauðlauk, cherry tómata og fetaost ásamt aðeins meira af sósunni yfir. Dreifið salthnetum yfir og setjið restina af satay sósunni í skál og berið fram með. Ótrúlega gott að setja smá nachos með í réttinn

þessa uppskrift fékk ég hjá www.ljufmeti.com en breytti eftir mínum smekk

Screen Shot 2017-07-09 at 9.35.07 PM
Núðluréttur með kjúkling og grænmeti

Hráefni:

 • Kjúklingur
 • Eggjanúðlur
 • Brokkolí
 • Paprika
 • Gulrætur
 • Soya sósa
 • Hoisen Sósa
 • Sesam sósa
 • hrísgrjón
 • grænmetiskraftur
 • laukur

Aðferð:
Byrjað er á að sjóða paprikuna, laukinn, gulræturnar og brokkolíið í potti og bætt er tsk af grænmetiskraft útí. Á sama tíma eru hrísgrjón látin sjóða í potti í c.a 20 mín. Þessu er leift að sjóða á meðan það er verið að græja núðlurnar og kjúklinginn. Kjúklingurinn er skorin í litla bita og steiktur á pönnu, kryddaður eftir smekk, ég nota t.d cayan pipar og paprikukrydd. Núðlurnar eru síðan soðnar í sér potti en þær taka mjög stuttan tíma í suðu c.a 3 mín.  Sósan er síðan blönduð í sér skál 6 matskeiðar soya sósa, 1 matskeið Hoisen Sósa og 1 1/2 sesam sósa (hræra vel)

Þegar þetta er allt tilbúið er þetta sett í stóra skál og sósunni hellt yfir, hrært síðan vel saman.

Vonandi getið þið nýtt ykkur þetta – Ég sýni alltaf á snap chat þegar ég elda réttina ef ykkur langar að fylgjast með því. (ingakristjanss)

þangað til næst xx

cropped-screen-shot-2017-07-07-at-11-04-33-pm.png

Screen Shot 2017-07-07 at 10.42.54 PM