Ingibjörg Katrín Linnet skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Inga Kristjáns: Mexico Lasagna – Einföld og bragðgóð uppskriftÞegar ég horfi til baka þá er ég búin að hafa þetta tiltekna lasagna í matinn einu sinni í viku í nokkra mánuði… Þetta er bara svo hrikalega gott og einfalt. Maður getur notað svo mikið af afgönum úr ískápnum, ég hef t.d bætt gulum baunum, gulrótum, pasta og allskonar útí bara svona því ég átti það til. Mæli með að þú prófir 🙂

 

Þú þarft:

  • Hakk
  • Fahitas Pönnsur
  • 1 Laukur
  • 1 Paprika
  • Brokkolí
  • Kotasæla
  • Doritos snakk (þitt uppáhalds)
  • Sýrður rjómi
  • Santa Maria Taco Sauce (mild)
  • Rifinn ost

Aðferð:
Byrjaðu á að kveikja á ofninun, stilltu á 180 gráður, blástur. Notaðu sleif til að smyrja rýrða rjómanum í botninn á eldfasta mótinu sem þú átt til, því stærra því betra. Náðu þér í pönnu og smelltu hakkinu á hana, skerðu laukinn, paprikuna, brokkolíið og settu útá hakkið. Þegar þetta er orðið þokkalega vel eldað skaltu setja 3-4 kúfullar skeiðar af kotasælu útí og mylja síðan 3-4 lúkur af dorítos snakki og setja það með. Að lokum, hellir þú heilli salsasósu útá (Ef þú keyptir litla) eða hálfri (ef þú keyptir stóra)

Núna ertu komin með alveg hrikalega góða og bragðmikla blöndu af allskonar góðgæti, þá er komið að skemmtilega partinum. Helltu smáveigis af blönduni sem þú varst að búa til ofan á sýrða rjóman í eldfasta mótinu. Taktu tvær fahitas pönnukökur og leggðu yfir. Siðan skalltu hella restinni af blöndunni og setja tvær aðrar pönnsur. Smyrðu örlítið meira af sýrða rjómanum ofan á efstu pönnsurnar, sturtaðu dágóðum slatta af rifnum osti yfir og myldu svolítið meira af dorítos snakki. Rétturinn þarf að vera í ofninum í 20 min.

Ef að þú fílar ekki grænmeti… geturðu sleppt paprikuni og brokkolíinu. Mæli með að halda lauknum, því að bragðbætir svo mikið.

cropped-screen-shot-2017-07-07-at-11-04-33-pm.png