Inga Kristjáns: Mínar allra uppáhalds hárvörur

Það má með sanni segja að hárið mitt hefur í gegnum tíðina fengið hræðilega meðhöndlun. Ég hef litað það oftar en einu sinni og oftar en tvisvar með svörtum pakkalit sem er keyptur í Bónus og fengið svo bakþanka eftir viku og keypt mér aflitunar lit í Bónus (ekki skot á Bónus samt). Ég held í heildina að ég hafi farið sex sinnum úr dökku í ljóst. Á tímapunktu fannst mér ansi líklegt að ég þyrfti hreinlega að raka það af. Ég hef verið  að vinna í því síðast liðin fjögur ár að byggja hárið mitt upp að nýju og reyna að vanda valið þegar kemur að hárvörum.

Fyrir um tvem árum komst ég í tæri við Eleven Australia, sem er eins og gefur til kynna Ástralskt hárvörufyrirtæki. Ég féll strax fyrir vörunum og fann hversu vel þær voru að fara með hárið á mér. Það fór að þykkna, varð mýkra og óx eins og arfi. Það skemmir ekki fyrir að vörurnar eru Cruelty Free, á góðu verði og í endurvinnanlegum pakkningum og hafa komist í gegnum mjög strangar gæðakröfur og fá því kengúrumerkið, sem er mjög erfitt fyrir vörur að fá. Gæðakröfur í Ástralíu eru mjög strangar  og því getur þú getur verið 99% viss um að ástralskar vörur séu góðar vörur.

Ég gæti skrifað margar blaðsíður um ást mína og aðdáun af Eleven hárvörunum, en ástæðan fyrir þessari færslu var nú að segja ykkur frá mínum uppáhalds hárvörum frá Eleven og afhverju þær séu uppáhalds!
I want body Volume shampoo er mitt allra uppáhalds shampoo frá Eleven, en það eru til fjórar mismunandi týpur. Hárið mitt verður mjög fljótt feitt við rótina svo ég þarf að nota shampoo sem hefur létta formúlu. Hin shampooin frá Eleven hafa ögn þyngri og meira rakagefandi formúlu svo ég mæli ekki með þeim í hár (rót) sem verður fljótt feitt. Úr þessari vöru fæ ég lyftingu í rótina, hárið helst hreint lengur og þetta passar einnig upp á ljósu strípurnar í hárinu og dregur ekki úr litnum eins og mörg shampoo gera.

Ég nota ekki volume hárnæringu í stíl því hún gerir ekki það sem ég vil við endana mína. Endarnir á hárinu mínu hafa lengi vel verið þurrir og tættir en hafa batnað til muna eftir að ég fór að nota Smooth Me Now hárnæringuna. Hún þykkir, mýkir og byggir upp enda hársins og kemur í veg fyrir að þeir slitni. Þetta combo hentar hárinu mínu fullkomlega


.
Þetta combo ELSKA ég… já þetta verður svolítil combo færsla, þar sem mér finnst geggjað að slá tvær flugur í einu höggi! Þetta er semsagt fjólublátt ljósku shampoo og fjólublá ljósku hárnæring. Finnst æði að nota þetta eftir að ég lýsti hárið mitt. En þetta eru engar venjulegar ljósku hárvörur! Vanalega eru vörur ætlaðar ljóskum alveg verulega þurrkandi fyrir hárið, en þessar eru þeim eiginleikum gæddar að þær fríska uppá ljósa tóna hársins, taka í burtu gula slikju OG djúpnæra hárið auk þess að gefa því einstaklega mikinn raka! Það er staðreynd að það er meiri vinna að vera ljóshærður og það fer verr með hárið og það er því upplagt og dásamlegt á sama tíma að gera notað vörur sem fara vel með hárið en hjálpa okkur samt að halda litnum köldum. MÆLI MEÐ


 


Þetta kærustupar er eitt það besta sem hefur komið fyrir hárið mitt. Ég set eina pumpu af seruminu og tvær af Miracle Hair í rakt hárið og endarnir verða silki mjúkir og dásamlegir. Miracle Hair er lang vinsælasta vara Eleven enda alveg magnað stöff! Til gamans ætla ég að segja ykkur hvað varan gerir fyrir hárið ykkar.

1. Eykur gljáa, mýkt
2. Jafnar úfið/rafmagnskennt hár
3. Rakagefandi
4. Byggir upp viðkvæmt hár
5. Kemur í veg fyrir klofna enda
6. Kemur í veg fyrir flóka og gerir hárið meðfærilegra
7. Hitavörn
8. Eykur náttúrulega fyllingu
9. Gerir við skemmt, þurrt hár
10 Verndar lit
11. Kemur í veg fyrir klór- og sólarskemmdir

Hentugt fyrir allar hárgerðir, setja í rakt hár og leyfa því að vinna. Skilur hárið eftir silkimjúkt með öll þau næringarefni og varnir sem hárið þitt þarf! Að bæta seruminu við setur punktinn yfir i-ið. Þegar þú prófar þetta saman muntu aldrei meika að setja neinar aðrar næringar í hárið, get vottað fyrir það.Síðast en ALLS ekki síst er þessi dásemdar vara sem ég er mjög þakklát fyrir. Þessa næringu berðu í hárið í sturtu eins og nafnið gefur til kynna, þú leyfir vörunni að lyggja í blautu hárinu í þrjár mínútur og greiðir í gegnum endana á meðan með fingrunum. Í þessar þrjár mín byggir varan upp endana og þessi rakagefandi prótein blanda myndar verndarhjúp utan um hárendana. Ég nota 3 minute repair þrisvar í viku og sé gígantískan mun á hárinu mínu. Mæli svo innilega með þessu sérstaklega fyrir þá sem eru í uppbyggingarferli á skemmda hárinu sínu og vilja flýta fyrir bætingu. ELSKA

Vonandi kom þessi færsla að góðum notum

þar til næst xx