Inga Kristjáns: Mínir uppáhalds hlutir í janúar

Mér finnst fátt skemmtilegra að prufa nýja hluti og ekki síðra að versla mér nýja hluti. Ég ætla að deila með ykkum mínum uppáhalds hlutum hvers mánaðar, hvort sem þeir eru nýjir eða eldri. Hér koma 10 hlutir sem ég hef verið að elska í janúar.

1. Í fyrsta sæti er það klárlega Life Factory brúsinn sem ég keypti hjá Maí verslun. Hann er ekkert smá þægilegur og mátulega stór. Stærsti kosturinn er að hann er úr gleri, en ekki margir vita að í plastbrúsum eru oft skaðleg efni. Skrúfgangurinn á honum er stór svo þú getur sett klaka ofan í hann. Ég er ekkert smá ástfangin og ánægð með þennan brúsa, ekki skemmir hvað hann er fallegur.

 

2. Í öðru sæti er lag sem þið getið hlustað á hér að ofan. Ég hlustaði alveg óhemju mikið á það allan janúar og að vísu að því ennþá. Finnst það eitthvað svo notalegt og grípur mann strax.


3. Varaliturinn Jubilee frá MAC sem ég keypti mér út í London. Ég er svona án alls gríns búin að nota hann alla daga síðan ég eignaðist hann. Hann er svo ótrúlega fallegur og mjúkur.

 

4. Dásamlegi, dásamlegi ilmolíu lampinn sem ég fékk frá systur minni í jólagjöf. Hann fæst í Eirberg. Er eiginlega alltaf með kveikt á honum og er alltaf að kaupa mér nýja ilmi í hann. Hann gefur frá sér svo ferskan ilm og fallega lýsingu. Finnst þetta vera skilda á hvert heimili.

 


5. Ég er búin að nota Balmain hárvörurnar alveg gríðarlega mikið núna og er að fíla þær í botn. Ef ég ætti samt að velja eina vöru sem ég nota lang best er það klárlega þurrsjampóið, en það er það allra besta sem ég hef prófað. Ég er að æfa mig í því að þvo hárið mitt ekki jafn oft og ég gerði og þessi vara er að hjálpa mér alveg gríðarlega í þeim málum.

6. Vá hvað ég er búin að nota strobe kremið frá MAC mikið núna síðastliðnar vikur. Ég er búin að eiga það til heillengi en hef einhvernvegin aldrei gripið í það en svo varð ég bara allt í einu heltekinn af því. Ég ber það á mig áður en ég læt á mig farða og áferðin verður svo dásamlega falleg.

7. Nú hef ég verið að prófa nýja brúnkukremstegund fyrir ákveðið fyrirtæki. Ég hef verið að prufa mig áfram með Maroccan Tan brúnku vörurnar í næstum hálft ár. Ég fékk alveg gríðarlegt magn af allskonar týpum af brúnkukremi en ég hef komist að því hvað mér finnst best og hentar mér einstaklega vel. Ég er mjög latur brúnkukrems ásetjari (já það er orð) Ég elska að vera brún ég nenni aldrei að setja það á mig, finnst það svo lengi að þorna og finnst ég alltaf svo klístrug. En vá hvað ég elska þetta brúnkusprey frá Maroccan Tan mikið, það er svo þægilegt! Þú sprautar því á þig og rétt rennir yfir með hanska, ekkert klístur, engin brúnkufýla og þetta tekur 5 mínútur. Ég get ekki beðið eftir að kynna ykkur betur fyrir Maroccan Tan, en þangað til teasa ég ykkur með þessari vöru, þökk sé henni er ég alltaf eins og ég sé ný komin frá Tenerife.

8. Andlitshreinsirinn frá Casmara! Ég get ekki dásamað þessa vöru þægilega mikið! Þetta er sá allrabesti andlits og farðahreinsir sem ég hef nokkurntíman á minni stuttu æfi prófað. Ég er ekki mikið fyrir það að alhæfa, en ég hika ekki við að alhæfa með þennan. Ef þið hafið ekki prófað hann, þá bara verðið þið að gera það! Hann fæst á snyrtistofunni Heilsu og Útlit.


9. Síma appið Calm. Ég hef að vísu notast við þetta app í ár. Þetta er slökunar forrit sem þú hleður niður í símann þinn. Appið segir þér róandi sögur, hjálpar þér að komast í gegnum stress, kvíða, þunglyndi, svefn og margt fleira. Ég hef stuðst mikið við þetta forrit og er virkilega þakklát fyrir það, þetta hefur hjálpað mér svo mikið og ég nota það daglega.

 

10. Ég er búin að vera alveg sjúk í vörurnar frá goodgoodbrand, sem er íslenskt merki sem gerir allskonar sykurlausar og girnilegar vörur. Ég hef keypt mér nánast allt frá þeim núna í janúar en ef það er eitthvað eitt sem stendur uppúr er það klárlega Choco Hazel súkkulaðismjörið. Svo ótrúlega gott!

Hvernig voru ykkar uppáhalds hlutir í janúar? Þið megið endilega deila því með mér í commentunum hér að neðan:)

 

þar til næst xx