Inga Kristjáns: NEW IN  Loafers

NEW IN Loafers

Ég er ekki mikið fyrir hælaskó og undantekningalaust þegar ég versla mér nýja skó verða strigaskór fyrir valinu. Mig var farið að vanta fínni skó fyrir prúðbúin tilefni, svo ég fór og þræddi skóbúðir. Ég vildi alls ekki hæla, því ég gefst alltaf upp á því að ganga í þeim og ég vildi hafa gyllt eða silfruð smáatriði á skónum, ekki myndi skemma ef þeir væru úr leðri. Eftir langar og stranga leit af hinum fullkomnu skóm komst ég að þeirri niðurstöðu að Vagabond Loafers yrðu fyrir valinu.

Ég er svo ótrúlega ángæð með þá. Þeir eru svo þægilegir og ég get gengið í þeim allan dagin án þess að verða þreytt eða aum í fótunum. Ég mæli samt alltaf með því að ganga í öklasokkum fyrstu dagana í skónum því leðurskór geta valdið hælsæri á meðan þeir eru glænýjir. Ég gekk í lágum öklasokkum eða klippti til dömubindi til að hafa í hælnum. Eftir nokkra daga notkun var ég búin að ganga þá til og þurfti ekki að hafa áhyggjur af hælsæri.

Ég er svo skotin í þeim og finnst mér smáatriðin setja punktinn yfir i-ið. Þeir eru svo fallegir á fæti og passa við öll outfit. Ég er undantekningalaust spurð að því hvar ég fékk þá og hvað þeir kostuðu. En skóna keypti ég í Steinar Waage og kostuðu þeir 14.990 krónur. Ég mæli hiklaust með þessari týpu af skóm fyrir þá sem geta ekki hælaskó eins og ég en vilja samt eiga fínni skó.

Þessa skó keypti ég sjálf og er færslan ekki unnin í samstarfi við neinn

Þar til næst xx