Inga Kristjáns: Nýtt ár – Ný dagbók: Allt um sívinsælu dagbækurnar sem eru sérsniðnar þér

Það er orðið hefð hjá mér að þegar nýtt ár nálgast fer ég og kaupi nýja dagbók. Mér finnst alveg gríðarlega þægilegt að eiga dagbók sem ég nota til að halda utan um skipulag í mínu lífi.

Í fyrra rakst ég á fyrirtæki sem heitir My Personal Planner á instagram. Þetta vakti strax athygli mína og fór ég rakleiðis inná heimasíðu þeirra til að skoða. My Personal planner er fyrirtæki sem gerir þér kleift að sérhanna þína dagbók. Þú ræður hvernig þú hefur involsið, stærð dagbókar og útlit hennar að utan sem innan. Ég pantaði mér bók þaðan í fyrra og gerði það aftur núna fyrir árið 2018. Þetta eru svo rosalega þægilegar bækur og veglegar, með góðum gormum, þykkum pappír og það er alger snilld að geta haft hana efti þínu höfði.

Í fyrra hafði ég bókina mína minni, en hún var sirka helmingi minni en þessi sem ég pantaði mér núna. Það var alveg þægilegt og hún passaði vel í veskið en mig langaði að prufa að hafa hana aðeins stærri með nóg af plássi til að skrifa á, því stundum skrifa ég niður líðan og pælingar. Þá er gott að hafa nóg pláss.

Þú færð algerlega að stjórna því hvernig dálkarnir í bókinni eru settir upp. Þú getur valið um alskonar sniðugt eins og t.d: To do Lista, Æfingar, vinnu og fleira. Ég vildi hafa mína einfalda með stórum dálkum og nóg af rúðustrikuðum línum til að skrifa á.

Þú getur valið um allskonar til þess að hafa aftast í bókinni. Þú getur t.d valið: litabók, símaskrá, ársyfirlit, símanúmeraskrá og fleira. Ég ákvað að hafa nokkrar síður af myndum sem ég get litað inní, fannst það ansi skemmtilegt.

Það fylgir síðan með bókinni strimill með helling af skemmtilegum límmiðum. Þú getur líka keypt þér fleiri límmiða á síðunni auk þess að geta keypt þér allskonar penna í öllum regnbogans litum ef þig vantar svoleiðis.

Mig langaði að deila þessari dásamlegu bók með ykkur, því ég veit að það eru svo margir sem hafa gaman af því að halda úti dagbók. Hvað þá þegar hún er sérsniðin þér, þægileg og ótrúlega skemmtileg um leið.

Með því að smella HÉR getur þú hafist handa við að búa til þína eigin dagbók.