Inga Kristjáns: NÝTT Á ÍSLANDI – Glænýtt og spennandi verðlauna snyrtivörumerki

Snyrtivöruverslunin Shine.is fer ört stækkandi býður nú velkomið glænýtt vörumerki!

Nügg er húðumhirðumerki sem er nýlegt á markað en það var stofnað árið 2014. Fyrirtækið er einungis rekið af konum og þeirra markmið er að færa kúnnum hágæða vöru, gerða úr náttúrulegum efnum á viðráðanlegu verði. Vörurnar eru allar án óþarfra uppfyllingaefna, og hafa hjálpað mörgum með húðvandamál. Vörurnar koma húðinni þinni í betra jafnvægi og koma í veg fyrir bólur og útbrot. Merkið hefur unnið Allure Best of Beauty Award á hverju ári síðan það var stofnað árið 2014.

Mottó fyrirtækisins Nügg er: “ Við trúum því að leggja hart að sér, gera réttu hlutina af réttum ástæðum, jákvæðn, ást, umhyggja og að gefa af sér til til heimsins sé lykillinn af velgengni okkar. Við viljum að viðskiptavinir okkar fái það allra besta

Stofnenfur Nügg trúa ekki á ” one it wonders ” heldur vilja þær byggja upp vörulínu sem er komin til að vera. Þetta á ekki að vera vara sem þú sérð á instagram, prófa einu sinni og snertir ekki aftur. Þetta er vara sem þú munt ekki getað lifað án þegar þú ert búin að prófa. Mér finnst þetta ansi áhugavert og aðdáunarvert viðhorf – Ég hlakka til að prófa vörurnar sjálf og athuga hvort þær standist væntingar.

Nügg bíður uppá andlitsmaska og varamaska, sem koma í einnota umbúðum, þessvegna eru vörurnar ódýrar en hér á íslandi mun t.d andlitsmaski kosta 790 krónur. Ástæðan fyrir einnota pakkningunum er hreinlæti. Því maskakrukka sem þú getur notað 50 sinnum safnar augljóslega sýklum þegar við förum kannski með óhreina fingur ofan í krukkuna. Þetta finnst mér skemmtileg pæling og þú tímir þá frekar að kaupa þér margar tegundir til þess að prófa.

Það gladdi mig mikið að lesa innihaldslýsinguna á vörunum og ég get sagt ykkur að þið eruð að versla ykkur hágæða vörur sem eru svo sannarlega gerðar úr náttúrulegum efnum og eru lausar við allskyns uppfyllingaefni.

Það sem vörurnar eru ÁN: Mineral Oil sem er olía sem er mjög oft notuð sem uppfyllingaefni í snyrtivörur, olían getur stíflað húðina og haft ertandi ofnæmisáhrif. paraben efna, ilmefna og litarefna! En öll atriði sem ég taldi upp eru efni sem þú ættir að forðast í snyrtivörum, því langvarandi notkun getur bæði haft slæm, ertandi áhrif á húðina og ýtt undir ótímabæra öldrun.

Þú getur valið milli 8 mismunandi andlitsmaska og þriggja mismunandi varamaska. Ég allavega hlakka verulega til að prófa þetta nýja snyrtivörumerki og eins og ég tók fram hér að ofan geturðu nálgast maskana í verslun Shine.is í Glæsibæ eða á vefverslun þeirra. Smelltu HÉR til að skoða úrvalið.

Þar til næst xx