Inga Kristjáns: Óskalisti fyrir heimilið

Það eru líklega flestir sammála mér í því að það er hægt að versla stanslaust inná heimilið sitt, maður er alltaf að breyta og bæta. Hér koma nokkrir hlutir sem mig langar að eignast inná nýja heimilið mitt.


Ég elska fátt meira en að kveikja á Brennsluni á fm957 á meðan ég hef mig til á morgnana. Hingað til hef ég alltaf hlustað á tónlist í símanum mínum en þegar ég tók mitt reglulega rölt í gegnum Elko um daginn rakst ég á þetta ótrúlega fallega Radionette útvarp, það er svo innilega minn stíll! Hjörvar Hafliða og Kjartan Atli myndu hljóma dásamlega í þessu útvarpi …


Mig hefur lengi dreymt um að eiga svona chunky prjónateppi. Hef ekki fundið svona á Íslandi og er ekki sú sterkasta í prjónaskapnum.. Enda sennilega á því að panta mér það að utan, þetta væri algerlega fullkomið inn í svefnherbergið mitt. Guðdómlega fallegt alveg!Ég er alger ilmkerta sjúklingur en mín allra allra uppáhalds kerti eru frá merkinu Voluspa. Ég rakst á þennan gjafakassa í húsgagna og smávöruversluninni Linan.is og ég varð alveg heltekin af þessu! Þvílík tilviljun að nánast allar uppáhalds lyktirnar mínar eru í þessum kassa. Voða væri dásamlegt að eiga völuspá kerti á lager, ég myndi ekki kvarta.


Þessir dásamlegu speglar fást hjá esjadekor.is og heita Umbra Dima Copper mirror. Þessir eru búnir að vera á óskalistanum mínum síðan í byrjun árs og mig langar ennþá alveg jafn mikið í þá. Kannski maður geri vel við sig fyrir vel unnin störf og versli þá, svona til að gleðja sálartetrið, held það sko…


Kartell lamparnir eru með því fallegra sem ég hef augum litið. Þessi svarti myndi prýða stofuna mína með sóma. Einn daginn krakkar… einn daginn.

Segjum þetta gott af óskum í bili .. áður en Visa kortið verður fyrir skaða á þessu vafri um netið, haha.

þar til næst xx