Inga Kristjáns: Skreyttu heimilið með stjörnumerkjum

Ég fékk nýverið alveg æðislega gjöf frá versluninni Stjörnuryk. Ég er ekkert smá hrifinn af þessum myndum, þær eru einfaldar, stílhreinar og ótrúlega persónulegt stáss inn á heimilið. Myndirnar eru af stjörnumerkjunum eins og þau birtast á himninum og undir myndinni má finna fjögur mismunandi lýsingarorð sem eiga vel við hvert stjörnumerki fyrir sig.

Ég fékk Hrútinn fyrir mig og Tvíburann fyrir kærastann minn.

Finnst þetta ótrúlega fallegt og eins og ég sagði áðan, persónulegt. Finnst þetta æðisleg tækifærisgjöf, ef ykkur vantar jólagjöf handa fjölskyldumeðlim eða vin myndi ég klárlega skoða Stjörnuryk. Þú finnur heimasíðu Stjörnuryks HÉR