Inga Kristjáns: Þetta keypti ég mér á TAX FREE dögum  + óskalisti

Óskalistinn

Það eru Tax Free dagar í Hagkaup! Ég nýti mér alltaf þennan afslátt og fer og versla mér eitthvað sem mig hefur vantað eða langar í. Ég ætla að byrja færsluna á því að segja ykkur frá því hvað ég keypti mér með afslættinum og síðan kíkjum við aðeins yfir óskalistann minn.


Ég verslaði mér þrjár vörur frá Glam Glow. Fynda er að ég byrjaði á því að kaupa mér eina en fór svo daginn eftir og keypti mér tvær til viðbótar. Mig langaði svo í góðan hreinsi maska og hafði heyrt góða hluti um Supermud Clearing Treatment maskan. Ég ákvað að slá til og versla mér hann. Þegar ég var á afgreiðslukassanum laumaði afreiðslustúlkan prufu af rakakremi með í pokan, ég þakkaði fyrir og dreif mig heim að prufa nýja maskann. Þegar ég síðan ber framan í mig prufuna af rakakreminu varð ég alveg dolfallinn. Ég hef aldrei á æfinni fundið jafn góða lykt og aldrei á æfinni notast við rakakrem með jafn dásamlegri áferð, ég gat síðan ekki hætt að hugsa um það. Daginn eftir fór ég og keypti Glam Glow Volcasmic Matte Hydrate rakakremið og einnig hreinsiskrúbbinn úr sömu línu þar sem ég kláraði síðustu dropana úr mínum þennan sama morgun. Var þetta ekki góð saga? Ég er allavega mega ánægð með kaupin og hlakka til að prófa mig áfram.

En svo ég segi ykkur aðeins frá þessari línu frá Glam Glow, þá er hún fyrir olíukennda vandamála húð. Vörurnar hreinsa húðina vel og vandlega ásamt því að koma jafnvægi á hana. Ég ætla ekki að mæla með þessu strax, þar sem ég hef ekki prufað vörurnar nægilega lengi. En ég skal klárlega láta ykkur vita með gang mála , því ég veit það eru fleiri þarna úti með sömu húðvandamál og ég.

Þetta varð ansi löng rulla um kaup mín á Tax Free! Eigum við að skella okkur í óskalistann ?

  1. Mig langar virkilega í Lisbon línuna (já alla) frá O.P.I – Hún er geggjuð og svo sumarleg!
  2. Ég þrái að eignast Clarisonic hreinsibursta, mig minnir að hann hafi verið á síðasta óskalista sem ég gerði um daginn líka. Langar mjög mikið!
  3. Er virkilega spennt fyrir Origins augnfarðahreinsinum. Ég elska allar þær Origins vörur sem ég hef prufað og þessi verður klárlega næstur á dagskrá þegar ég dett í verslunargírinn.
  4. Ég skora á ykkur að skottast í Hagkaup og finna lyktina  af nýja Guerlain ilminum. Þegar þið eruð búin að því munu þið líka setja hann á óskalistann ykkar. Hann er dásamlegur!
  5. Uppáhalds varan mín frá NYX – Butter gloss er besti gloss í heiminum! Ég er alltaf með 2-3 í veskinu mínu. Langar svolítið að fjárfesta í fleiri litum.

 

Þá segi ég bara – Happy shopping! Endilega nýtið ykkur Tax Free afslátinn ef það er eitthvað sem ykkur langar í. Það er svo holt fyrir sálina að kaupa eitthvað fallegt handa sjálfum sér.

Þar til næst xx