Ingibjörg Katrín Linnet skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Inga Kristjáns: Uppskrift af hinum landsfrægu Ingu pönnsum – Hollar, góðar og sívinsælar

Ég var nú sennilega ekki að finna upp hjólið þegar ég mixaði þessa uppskrift í fyrsta sinn, en kom hún út frá því að ég var að reyna að finna mér morgunmat sem ég fengi ekki í magan af. Ég hef alltaf verið með voðalega viðkvæman maga og get því ekki látið hvað sem er ofan í mig. Þegar ég fór svo að prufa mig áfram með uppskriftina varð ég alveg heltekin af þessu og gat ekki hugsað mér neitt annað í morgunmat. Núna er öll fjölskyldan mín og vinir líka sjúk í pönnukökurnar og festist nafnið “Ingu Pannsa” Þær eru í morgunmat heima hjá mér nær daglega, enda virkilega fljótlegt að búa þær til.

Einföld uppskrift ( ein stór pannsa eða nokkrar litlar)

  • 1 egg
  • 1 dl hafrar
  • 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 dl súkkulaði Oatly hrísmjólk
  • 1/2 banani

Þessu er blandað saman í blandara og steikt á pönnu. Mér finnst virkilega gott að smyrja súkkulaðismjöri á pönnukökuna og kýs þá að nota Stevia súkkulaði eða Diablo súkkulaði sem er mun sykurminna en t.d Nutella – Hvoru tveggja fæst í krónunni. Toppa ég síðan með jarðaberjum, bláberjum og banana. Stundum geri ég líka virkilega vel við mig og fæ mér egg og beikon með, það er gríðarlega gott.

Verði ykkur innilega að góðu!

Þar til næst xx