Ingibjörg Katrín Linnet skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Inga Kristjáns: Uppskrift af uppáhalds kjúklingasalatinu mínu!

Uppáhalds kjúklingasalatið mitt!

 

Það sem þú þarft er:
– Kjúklingabringur
– Salt
– Pipar
– Satay sósa
– Spínat
– Gulrætur
– Ananas
– Gúrka
– Tómatar
– Doritos snakk ( má sleppa )
– Fetaostur ( má sleppa )

Aðferð:
Byrjaðu á því að skera niður kjúklingabringurnar í bita og steiktu þá á pönnu, settu vel af bæði salti og pipar. Á meðan kjúklingurinn er að steikjast skaltu undirbúa salatið.

Mér finnst alveg ótrúlega gott að mylja doritos snakk úta salatið, það gerir alveg bilað gott bragð en gerir réttinn auðvitað aðeins óhollari, svo það má alveg sleppa því skrefi. Ég blanda salatinu saman í skál ásamt doritos kurli og fetaosti. Þegar kjúklingurinn er alveg að verða tilbúin skaltu skella smá satay sósu á hann, bara til að fá smá extra bragð. Þegar kjúklingurinn er alveg tilbúin set ég hann ofan í salatið og hræri öllu vel saman og helli restinni af Satay sósunni útá.

Ég er að segja ykkur það að þetta er einn bragðbesti réttur sem ég hef prufað. Það besta við hann er að hann er geggjaður daginn eftir líka!

 

Verið ykkur að góðu.