ErnaKristín skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Inga Kristjáns verður gestabloggari hjá Króm í sumar!

Við erum rosalega spenntar að fá hana Ingu Kristjáns til okkar í sumar! Inga er yndisleg stúlka sem skrifar frábæra pistla & þið fylgendur okkar á krom.is getið núna notið góðs af! Við ætlum að leyfa ykkur aðeins að kynnast henni Ingu með smá viðtali hérna að neðan!

Segðu okkur aðeins frá þér:
Hæ króm!
Ingibjörg Katrín Linnet Kristjánsdóttir en hef alltaf verið kölluð Inga.
Ég er 24 ára sveitapía sem er nú búsett í Garðabænum. Ég er í fullu starfi hjá Lindex í Smàralind sem Visual Merchandiser, sem er skemmtilegasta vinna í heimi.
Ég er einnig yfirförðunarfræðingur hjá Eleven Australia Education team á Ísland, bloggari og snappari.
Síðan er ég að takast á við ansi skemmtilega og krefjandi áskorun “50 days of better body and better life” sem ég mun að sjálfsögðu leyfa ykkur lesendum að fylgjast með og síðan leyfi ég fylgjenum mínum á snap chat að fylgjast vel með. Ég er traust og góðhjörtuð og vil öllum vel.
Ég er með kolsvartann húmor og á það til að vera svolítið skrítinn.

Súkkulaði eða Vanilla?

Allan daginn súkkulaði…!

Hundar eða kettir?

HUNDAR
Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju ?
Ég myndi taka með mér seríu 1 af fóstbræðrum, sjónvarp með innbyggðum dvd spilara og sólarrafhlöðu.
Hvað gerir þú í þínum frítíma?
Í mínum frítíma æfi ég í sporthúsinu, versla á netinu og hitti vini og fjölskyldu.
Um hvað bloggar þú ?
Ég blogga um allt milli himins og jarðar og hvað mér finnst áhugavert að hverju sinni.
Snyrtivörur, uppskriftir, andleg og líkamleg málefni, tísku, heimilið og fleira
Takk fyrir þetta!
Það verður gaman að lesa pistlana þína!
xx
Króm