Ingibjörg Katrín Linnet skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Inga Kristjáns: Viku innkaupin, Matseðill vikunnar og uppskriftir

 

 

Smjörsteiktur Þorskur og sætar kartöflur

Hráefni:

 • Þorskur (ég kaupi frosinn í Krónunni)
 • Smjör
 • Hvítlaukur
 • Salt
 • Pipar
 • Indverskt paprikukrydd
 • 1 sítróna
 • Sæt kartafla

Aðferð:
Fyrst af öllu myndi ég byrja á að skera eina sæta kartöflu í bita. Setja smjörpappír á bökunarplötu og raða síðan kartöflubitunum á plötuna. Setja síðan olíu yfir, salt og smá pipar. Kartöflurnar þurfa að vera í 180 gráðum í c.a 20-25 mín inní ofni. Þegar liðið er korter af bökunartímanum skaltu byrja á að matreiða fiskinn.

Skerið þorskinn í bita og kryddið hann með salti, pipar og paprikukryddinu (Getið líka notað krydd sem að ykkur finnst góð) Passið að kryddblandað fari alveg yfir allan bitann.

Bræðið síðan smjör á pönnu, þrjár matskeiðar. Þegar smjörið er bráðnað skaltu setja þorskinn á pönnuna og setja smáttskorinn hvítlauk með. Skellið svo smá smjörklípu ofan á þorskbitana og leifið því að bráðna yfir (4-5 mín hvor hlið) Snúið síðan bitunum við og setjið smjörklípu á hina hliðina og leifið að bráðna. Þegar sú hlið hefur verið í 4-5 mín ætti þorskurinn vera fulleldaður.

Berið fram fiskinn og sætukartöflurnar á fati ásamt fersku salati.

 

Mexico Lasagna

Hráefni:

 • Hakk
 • 1 Paprika
 • 1 laukur
 • Kotasæla
 • Fahitas pönnukökur
 • Rifinn ostur
 • Salsa sósa
 • Brokkolí
 • Salt
 • Pipar

Aðferð:
Byrjið á því að kveikja á ofninum, 180 gráður á blæstri. Steikið hakkið á pönnu, setjið strax smáttskorinn lauk, salt og pipar á pönnuna með hakkinu. Þegar hakkið er orðið þokkalega eldað skaltu bæta við þrem matskeiðum að kotasælu, papriku og brokkolí, að lokum salsa sósunni. Hellið helmingnum af blöndunni í eldfast mót og tvær fahitas pönnukökur ofan á það. Hellið síðan restinni af blöndunni og bætið tvem öðrum fahitas pönnukökum ofan á það. Stráið svo vel af rifnum osti.Rétturinn þarf 20 mín inní ofni.

Cajun Kjúklinga Pasta

Hráefni:

 • Pasta að eigin vali (mér finnst æði að nota flatt pasta)
 • Kjúklingabringur
 • Tvær teskeiðar Cajon Seasoning krydd
 • Tvær matskeiðar smjör
 • Tvær paprikur (finnst gott að hafa eina græna og eina rauða)
 • Sveppir
 • Laukur
 • 2 lítill matreiðslurjómi
 • Basilikukrydd
 • Salt
 • Pipar
 • Hvítlaukskrydd
 • Sítróna
 • Rifinn ostur

Sjóðið pastað í 8-10 mínútur, hellið smá olíu útí vatnið og saltið smá. Á meðan pastað er að sljóða skaltu skera kjúklingabrinurnar í litla bita og velta síðan uppúr cajun kryddinu. Bræðið smjörið á pönnu og setjið kjúklingabringurnar á pönnuna, þegar kjúklingurinn er búin að vera á pönnunni í 5-7 mínútur skaltu bæta grænu og rauðu paprikunum, sveppunum og lauknum smáttskornu útá pönnuna, leifið því að malla með í 2-3 mínútur. Lækkaðu hitann undir pönnunni og heltu rjómanum útá. Stráið basiliku kryddi, salti, pipar, hvítlaukskryddi og kreistið síðan sítrónuna útá. Leifið þessu að malla í nokkrar mínútur. Þegar þetta er tilbúið skaltu hella pastanu í stóra skál ásamt sósunni. Snilld að bera fram með hvítlauksbrauði og auðvitað rifnum osti.

Kjúklinga grænmetisréttur í kókossósu með hrísgrjónum

Hráefni:

 • 1 sæt kartafla
 • 1 laukur
 • 2-5 msk thai curry
 • 1 tsk kókos olía
 • 1 Paprika
 • Sveppir
 • Kjúklingabringur
 • 250 ml vatn
 • grænmetis teningur
 • 400 ml kókosmjólk
 • 1 sítróna
 • hrísgrjón

Aðferð:
Byrjið á því að skera kjúklinginn í litla bita og steikja á pönnu, ásamt salti og pipar.

Hafið það með fyrstu verkum að græja hríssgrjónin. Skerið laukinn smátt og sætu kartöfluna frekar gróft. Setjið matskeiðina af kókosolíunni í pott og bræðið hana, bætið lauknum útí og sætukartöflunni ásamt thai curry sósunni, þið setjið eins mikið af henni og þið viljið því það fer svolítið eftir hvað þið eruð að gera stóra uppskrift.

Bætið vatninu útá (það fer líka svolitið eftir því hvað þið eruð að gera stóra uppskrift hversu mikið vatn þið setjið, ég er að reikna með uppskrift fyrir 2) Saxið sveppina og paprikuna og bætið útá og skellið grænmetisteningnum útá. Hellið kókosmjólkinni útá og leifið þessu að malla í 5 mín. Kreistið sítrónuna alla útá. Á þessum tímapunkti myndi ég smakka þetta til uppá bragið, hvort það megi bæta öðrum tening eða meiri thai curry sósu. Ef allt er fullkomið að ykkar mati, getið þið sett kjúklingabitana, blönduna og hrísgrjónin í skál og hrært þessu vel saman. Gott er að toppa réttinn með ananas eða mangó.

 

Fahitas

hráefni

 • Hakk
 • kotasæla
 • salsasósa
 • fahitas pönnukökur
 • paprika
 • rifinn ostur
 • gúrka
 • laukur
 • sýrður rjómi
 • tómatur
 • spínat

Aðferð

Hakkið er steikt á pönnu ásamt niðurskornum lauk og kryddað með salti og pipar. Síðan er bætt kotasælunni útí þegar hakkið er orðið þokkalega eldað. Leifið þessu að malla í smá stund á meðan þið græjið meðlætið.

Meðlæti sem ég hef er t.d gúrka, paprika og tómatur, sýrður rjómi, rifinn ostur, spínat og salsa sósa sem ég set allt í sitthvora skálina og ber á borð.

Þegar hakkið er tilbúið getur hver og einn raðað á fahitas pönnukökuna sína að vild. Finnst þetta alltaf snilldar máltíð, því hún hentar öllum og er frábær í nesti daginn eftir! Einfalt og mega þægilegt

Njótið!
Þið getið fylgst með mér á snap chat elda allar þessar uppskriftir. Notanda nafnið mitt er hér fyrir neðan
þar til næst xx