Innlit – Erla Kolbrún á fallegt heimili í Hafnarfirði

Erla Kolbrún býr með manninum sínum og tveimur dætrum í Hafnarfirði hún og hún er mikill fagurkeri.   Við fengum að leggja fyrir hana nokkrar spurningr og birta myndir af fallega heimilinu hennar.  Erla hefur tekið að sér að stílisera heimili undir nafninu Design your life.

Hver er uppáhalds hönnuðurinn þinn?

Á engan einn uppáhalds hönnuð, er frekar mikið fiðrildi varðandi hönnuði. Það er aðallega hvaða vara heillar mig hverju sinni.

Hefur þú alltaf haft áhuga á innanhúshönnun?

Já ég hef alltaf verið að breyta og færa til hluti hvort það var í svefnherberginu mínu í foreldra húsum eða á heimilinu mínu frá því ég fór að búa. Innanhúshönnunin hefur ávallt verið mér efst í huga varðandi áhuga.

Hvaðan færðu hugmyndir fyrir heimilið?

Ég fæ innblástur í fallegum interior tímaritum einnig á Instagram, þar er endalaust til af fallegum heimilum og interior verslunum. Á instagram get ég fengið innblástur hvenær sem er.

Hvaða tveir hlutir eru ómissandi?

Mér finnst ómissandi að vera með gott ilmkerti. Ég er jafn mikið fiðrildi með þau einsog hönnuðina. Núna er í algjöru uppáhaldi ilmkertið frá Dofra sem fæst í Andrea boutique|Fashion

Á því geturðu haft kveikt á lengi án þess að ilmurinn verði yfirgnæfandi. Ekki skemmir heldur fyrir hvað umbúðirnar eru hver annarri fallegri.

Hvernig myndir þú lýsa heimilinu þínu?

Myndi útskýra heimilisstílinn sem scandinavian með örlitlum rustic og slass af rómantík.

Er þér farið að hlakka til jólanna?

Já ég elska jólin og get ekki beðið eftir þeim og öllu sem við kemur þeim! Ég leyfi mér að týna upp skraut svona eitt og eitt í lok október og í byrjun nóvember fara serírur einnig að týnast upp.

Litli óskalistinn minn fyrir jólin:

Nýji Menu Pov circle stjakinn! Hann er í nokkrum gerðum og stærðum og hann er klàrlega efstur á lista!

Kubus stjaki og Kubus skál í gráu eða í nýja beige litnum sem er algjört æði !

Finnst ómissandi fyrir jólin að eiga Lakrids By Johan Bulow dagatalið og svo er dagatalið fyrir 2017 svo fallegt á litinn líka. Hver veit nema bleiki liturinn sem er út um allt núna verði jóla liturinn í ár. Dagatalið fæst í Epal.

Erla Kolrbrún er öflug á snappinu þar sem hún talar meðal annars opinskátt um veikindi sín.

Snappið hennar er:  erlak85

Takk fyrir spjallið Erla Kolbrún og gangi þér sem allra best