Innlit – Fallegt heimili í Njarðvík þar býr mikill fagurkeri

Fallegt heimili

Heimilið hennar Ingibjargar Ósk Jóhannsdóttur er svo fallegt.

Í fallegu einbýlishúsi í Innri Njarðvík býr hún Ingibjörg Ósk með fjölskyldunni sinni, en hún flutti þangað árið 2012 frá Hafnarfirði.  Heimilið hennar Ingibjargar er gullfallegt enda er hún mikill fagurkeri og  smekkmanneskja.  VIð fengum að kíkja á flotta heimilið hennar og spurja hana nokkura spurninga.

Hver er uppáhalds hönnuðurinn þinn?

Uppáhalds hönnuðurnir eru Arne Jackosen Malene Birger, og Tine K

Hvaða tveir hlutir eru ómissandi?

Ómissandi er Kaffikannan og þvottavélin

Hvernig myndir þú lýsa heimilinu þínu?

Lýsing á heimilinu er minimalískt og ég blanda gömlu og nýju saman, elska hráan við, svart, hvítt og grátt sem eru aðal litir heimilisins, einnig elska ég gamalt sjúskað silfur .

Hefur þú alltaf haft áhuga á innanhúshönnun?

Alltaf haft mjög gaman að innhús-hönnun , byrjaði ung að raða fínt og stílisera hjá mér , einnig teiknaði ég mikið af innannhús munun og hannaði húsa teikningar .

Hvaðan færðu hugmyndir fyrir heimilið?

Fæ innblástur úr blöðun , Pinterest, Instagram og svo detta mínar hugmyndir líka reglulega upp hjá mér .

Við þökkum Ingibjörgu fyrir spjallið  og að sýna okkur fallega heimilið sitt.

Ef ykkur langar að sjá meira frá Ingibjörgu þá er hún með opið Instagram