Íris Tara skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Íris – Hugmyndir að heimatilbúnum dagatölum

Þar sem að ég á tvo ofnæmispésa mun ég ekki kaupa súkkulaði dagatal. Ég kýs líka að þeir borði ekki súkkulaði á morgnanna þó svo að það séu að koma jól., leiðinleg mamma…. já ég veit! Ég var búin að skoða lego dagatal fyrir þá en þar sem að afmæli og jól eru framundan finnst mér það aðeins of mikið. Ég ákvað þá að föndra dagatal fyrir strákana, ég er komin með nokkrar góðar hugmyndir af uppsetningu en vantar að láta mér detta eitthvað sniðugt í hug til að setja fyrir hvern dag.

 

Ég hafði hugsað mér að setja inn eitthvað skemmtilegt sem að við gætum gert saman, ég hugsa að strákarnir hefðu mjög gaman af því. Það væri þá hægt að setja td. baka smákökur, fara á skauta, horfa á jólamynd, föndra jólakort eða jólagjafir osfrv. Einnig væri hægt að setja eitthvað lítið dót, lítið nammi um helgir og fleira skemmtilegt.

Það eina sem þarf er grein og snæri… og pakkar auðvitað. Fallegt og einfalt

Nýta það sem til er… Klósettpappírsrúllur í nýju og glæsilegu hlutverki

Hérna er gömul mynd kalkmáluð og notuð sem dagatal. Einnig er sniðugt að nota þetta áfram eftir jólin sem krítartöflu td inn í eldhús. Hægt er að kaupa ódýrar myndir í ramma í Góða hirðinum.

Greinar og snæri, gæti það orðið einfaldara ?

Mig grunar að það séu ótrúlega margir með krítarmálaðan vegg heimavið… Þessi hugmynd er sniðug fyrir ykkur.

Hengja pakka á herðatré er sniðug lausn fyrir þá sem eru ekki mikið fyrir að föndra.

Stiginn góði sem er til á svo mörgum heimilium. Algjör snilld að nýta hann!

Ef að þið eruð með góðar hugmyndir af dagatölum eða jafnvel einhverju skemmtilegu sem væri hægt að setja inn í umslög/pakka, þá megiði endilega deila með mér!

xx

Íris Tara