Íris Tara skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Íris Tara- Augabrúnir fyrir og eftir

Ég er ein af þeim sem er með mjög ljósar augabrúnir, næstum glærar.. Ég er ekki mikið fyrir að lita mig sjálf þó svo að ég hafi sterkar skoðanir á brúnum og leita því alltaf til fagaðila. Ég er búin að flakka undanfarin ár og mis ánægð með útkomuna. Í síðustu viku að mig minnir sá ég þráð inn á Facebook hóp þar sem var verið að mæla með nokkrum góðum snyrtifræðingum sem eru að gera brúnir. Það voru nokkrar alveg áberandi vinsælar og ein þeirra var Rebekka Einars sem vinnur á Dimmalimm. Ég hef verið að fylgjast með Rebekku á Snapchat en hún er einnig förðunarfræðingur og talar mikið um snyrtivörur og sýnir fallegar farðanir. Þar var ég búin að sjá hjá henni nokkrar brúnir sem voru geggjaðar og ákvað því að slá til og panta mér tíma hjá henni.

Ég er ekkert sérstaklega að elska að fara í einhvernskonar snyrtingar eins furðulega og það hljómar og í öllum þessum önnum læt ég því líða aaaallt of langt á milli. Þegar ég kom útskýrði ég fyrir Rebekku hvað það var sem ég var að pæla og það var…

  • Dökk brúnar en ekki svartar
  • Vildi nýta öll þá fáu(að ég hélt) hár sem ég er með og alls ekki taka mikið af þeim
  • Vildi ekki fara út á húðina svo þær væri gervilegar ( ok pirrandi viðskiptavinur, I know)
  • Hafa þær smá viltar svo ég geti bara greitt þær til…

Ég sagði við hana að ég gerði mér fulla grein fyrir því að ég væri kannski ekkert beint með brúnirnar í allt þetta með mín litlu ljósu hár. Rebekka tók sér góðan tíma í að setja litinn á og á meðan stein rotaðist ég! Vanarlega þegar ég fer í lit og plokk fer snyrtifræðingurinn fram á meðan liturinn er í. Þarna hinsvegar fékk ég æðislegt höfuð nudd á meðan við biðum og ég rotaðist aftur! Það tók síðan örstutta stund að vaxa og plokka og ég trúi ekki hvað brúnirnar voru flottar þegar ég fékk spegilinn í hendurnar.

Litlu ljósu brúnirnar sem sáust ekki virðast þéttar og akkurat eins og ég vil hafa þær! Ég hef aldrei labbað út jafn sátt eftir vax og lit! Mig langaði að deila þessu með ykkur þar sem að ég mæli 100% með Rebekku á Dimmalimm, næs, afslappað og fullkomnar brúnir að mínu mati..

Ég sýni ykkur hérna fyrir og eftir myndir. Mig langar samt að taka það fram að fyrir myndin er ekki tekin sama dag heldur mynd sem ég átti á símanum frá því fyrr í mánuðinum og er í afar lélegum gæðum. Hefði ég vitað að ég væri svona sátt og myndi enda í bloggfærslu hefði ég tekið betri mynd.

** Mig langar líka að taka það fram að þetta er ekki kostað og ég greiddi fyrir þjónustuna. 

 

Fyrir

 

Eftir

 

xx

Íris Tara