Íris Tara skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Íris Tara – Drauma kombó til að ná gulum tónum úr ljósu hári!

Drauma kombó

Ég er búin að vera í endalausri baráttu við að halda ljósa litnum í hárinu á mér. Hárið á mér leitar mikið út í gulan og ég hef átt erfitt með að halda því ljósu. Eftir sumarið var ég nánast orðin gul hærð og virkilega að spá að lita mig dökkhærða frekar en að standa í þessu!

Ég ákvað að prófa einu sinni en að athuga hvort að einhverjar vörur gætu komið mér til bjargar.. Ég vildi finna mér hárvörur sem myndu taka gula litinn úr hárinu án þess að skilja eftir sig gráa eða bláa slekju, Ég er búin að prófa rosalega mikið af vörum fyrir ljóst hár sem hafa hentað mér mis vel og langaði að finna mér hið eina rétta sjampó til að viðhalda ljósa litnum.

Ég elska kremaðan ljósan lit sem er kaldur án þess að vera blár eða grár.. Það er erfitt að ná því fram og sérstaklega fyrir mig þar sem hárið á mér leitar rosalega mikið út í gula tóna og verður fljótt gult eftir nokkra þvotta. Margar vörur sem ég hef prófað svínvirka, þar að segja taka gula tónin úr en hárið verður alltaf of grátt eða með bláum tónum í kjölfarið sem hentar mér ekki. Ég setti inn fyrirspurn á Facebook síðu þar sem ég spurðist fyrir um besta sjampóið eða vörurnar fyrir ljóst hár. Ég fékk mörg svör og gaman að sjá hvað var mikið í boði. Hún Kata hárgreiðslukona á Sprey hafði samband við mig og sagði mér frá Milkshake Silver Shine línunni en hún taldi hana hafa það sem ég leitaði að.

Ég fékk að prófa 2 vörur úr Silver Shine línunni, Sjampó og froðu sem er fullkomið kombó! Hárið verður ekki stíft og þurrt eins og gerist oft eftir fjólublá sjampó en vörurnar innihalda mjólkurprótein og vítamín sem byggja upp hárið sem er frábært fyrir mitt litaða og þurra hár. Sjampóið set ég í blautt hárið og skil eftir í um 5 mínútur, hægt er að hafa það lengur í fyrir meiri áhrif. Froðan er dásamleg en hún er næring sem er sett í handklæðaþurrt hár og skilin eftir í hárinu. Lyktin er mild og góð en ég er frekar viðkvæm fyrir sterkum ilmum. Báðar vörurnar innihalda fjólublá litapigment sem taka gula litinn úr hárinu og skilur eftir sig perlukennda áferð!

Ég bókaði mér einnig tíma hjá Kötu í litun og klippingu en hún ætlar að hjálpa mér áfram í þessu ferli að ná góðum ljósum lit sem ég er ánægt með! Hún er ótrúlega fær og verðið hjá henni betra en þar sem ég hef áður farið og veskið mitt þakkaði mér kærlega fyrir!

*Vörurnar fékk ég að gjöf

Ég er ekkert svakalega selfie óð svona á seinni hluta meðgöngunar en hérna fann ég eina mynd þar sem sjá má hárlitinn minn í dag.

 

xx

Íris Tara