Íris Tara skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Íris Tara- Fallegir hurðakransar sem heilla!

Blandaðir hurðakranasar

Ég eins og flestir er búin að liggja yfir jóla hugmyndum á netinu undanfarna daga… Hvernig er annað hægt í þessu veðri! Þar sem að ég hef búið í fjölbýli undanfarin ár hef ég aldrei útbúið hurðakrans. Núna eftir að við fluttum langar mig rosalega að gera svakalega jólalegt fyrir utan hjá okkur með stórum aðventukransi luktum og jafvel litlu jólatré í potti.. Ég er búin að vera að skoða hugmyndir af jólakrönsum og það sem heillar mig mest eru stórir og þéttir blandaðir kransar. Mér finnst rosalega fallegt að blanda saman greni, eucalyptus og öðrum tegundum af grænu, jafnvel fá smá lit með.  Við á Króm erum sko farnar að föndra allskonar sem við munum svo deila hér á næstu vikum!

 

 

xx

Íris Tara