Íris Tara skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Íris Tara- Praktísk og gullfalleg jólaföt fyrir lillann minn!

Ég trúi ekki að það séu 2 dagar til jóla! Hvert fór tíminn….

Fæðingarorlofið er aldeilis búið að vera ljúft með lilla manni og við höfum haft góðan tíma til þess að skipuleggja jólin og aðeins of mikin tíma til að eyða peningum á netinu… Hjálp!

Ég keypti jólaföt á strákana fyrir soldið löngu síðan í Zara alveg hrikalega sætar skyrtur og mjúkar buxur við svo þeir verða flottir í stíl. Það er þó alltaf erfiðara að kaupa spariföt á ungabörn því maður vill alls ekki troða þeim í eitthvað sem er óþægilegt og maður getur notað einu sinni. Ég fór í Petit um daginn að skoða eins og svo oft áður og rakst á sett sem ég varð alveg ástfangin af. Settið er í fallegum bláum lit og er úr merino ull svo þetta er búið að nýtast sem meira en spariföt. Ullin er silkimjúk og kemur í smekkbuxum og peysu en hægt er að kaupa það í sitthvoru lagi. Við erum nú þegar búin að nota buxurnar og peysuna en í sitthvoru lagi sem hentar vel svo fötin nýtast í meira en eina kvöldstund.

Ég set inn linka á jólafötin hér

Peysa HÉR

Buxur HÉR

Skyrta/samfella HÉR

Slaufa HÉR ég notaði þó hárspennu þar sem minn er aðeins 1 mánaða og þessi fannst mér aðeins of stór.

Ég sá annað sett í Petit sem að mig dauðlangar líka í…  Þarf hann ekki líka dress fyrir gamlárs ?

xx

Íris Tara

@iristara87