Íris Tara skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Íris Tara – Puntað og gert fínt á pallinum

Mig hefur lengi dreymt um að hafa pall og þegar ég ákvað að stækka við mig var það eitt af því sem var á óskalistanum að hafa stóran og fínan pall.

Ég fékk BYKO í samstarf við mig og valdi mér flott húsgögn á pallinn frá þeim.  Ég var mikið að spá í það hvort ég ætti að fá mér sófasett en langaði þó að hafa hærra borð svo við fjölskyldan gætum borðað úti. Ég skoðaði sumarhúsgögnin frá BYKO og sá þá fullkomið sett sem samtvinnar þetta tvennt! Settið inniheldur 4 sófastóla og stórt borð svo hægt er að hafa það notarlegt í stólunum en einnig hægt að borða úti þegar veður leyfir.

Einnig sá ég rosalega fallega og kósý hengirólu og skemil sem er fullkomin með morgunbollanum í sumar. Rólan var á rosalega góðu verði og strákarnir mínir eru þvílíkt ánægðir með hana. Skemmtileg viðbót á pallinn fyrir alla fjölskylduna.

Hérna má sjá nokkrar myndir úr BYKO frá því að ég fór fyrst og skoðaði útihúsgögn

                     

 

 

Pallurinn fyrir!

Ég valdi mér borð og stóla sem eru algjör snilld en hægt er að setja stólana alveg undir borðið og fer þá lítið fyrir því.

Fæturnar á borðinu heilluðu mig alveg en ég hefði sko ekkert á móti því að hafa þetta inni sem borðstofuborð!

Fyrir..

Eftir….  Ég á eftir að nostra aðeins við þennan hluti af pallinum.

Við erum ekki alveg búin að klára pallinn en við ætlum að pússa og mála viðin og bæta aðeins við! En það er alveg ótrúlegt hvað það gerir mikið fyrir heimilið að hafa pallinn notarlegan! Við fjölskyldan eyðu miklu meiri tíma úti á palli núna og vonum að veðurguðirnir verði góðir í sumar.

Ég mun sýna ykkur fleiri myndir frá pallinum í sumar en ég mæli með því að kíkja í Byko en þar er hægt að fá falleg garðhúsgögn á góðu verði!

*Færslan er kostuð

Kveðja

Íris Tara