Íris Tara skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Íris Tara- Stór gallery veggur á to do listanum

Stórir myndaveggir

Síðan við fluttum inn höfum við hægt og rólega verið að finna út hvað hentar heimilinu best og þetta hefur allt saman tekið aðeins lengri tíma en ég bjóst við. Það er hátt til lofts heima hjá okkur og ég er svo rosalega óvön því að ég nýti lofthæðina alls ekki nógu vel! Ég er með nokkrar myndir á vegg hjá mér en nota aðeins brotabrot af veggnum og þar að leiðandi mikið autt pláss sem mig langar að fylla upp í. Ég hef séð undanfarið mikið af stórum myndaveggjum þar sem nánast allur veggurinn er nýttur, frá golfi og upp í loft. Ég elska þessa hugmynd og langar að framkvæma þetta inn í stofu hjá mér, það sem mér finnst flottast er þegar veggirnir eru ekki of stíleseraðir. Ég er sko algjör raðari og þarf því að vanda mig við að hafa þetta ekki of skipulagt og kassalagað!

Hérna koma nokkrar innblásturs myndir af því sem ég hef í huga en bæði er hægt að henga myndirnar beint á vegginn og nota myndahillur sem er fallegt að mála í sama lit og vegginn fyrir öðruvísi útlit. Svo er alveg málið að blanda saman myndum bæði persónulegum og ópersónulegum..

xx

Íris Tara