Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Íris Tara – Uppáhalds hollu ”skyndibitarnir mínir”

Nýtt ár ný markmið og allt það….!

Ég eins og 99% af þjóðinni hef sett mér markmið fyrir árið… En eitt af þeim er meðal annars að rækta sál og líkama. Ég ætla alls ekki að eltast við það að missa kíló þó svo að það gerist vonandi með aukinni hreyfingu og mataræði heldur að líða betur í eigin skinni með því að minnka sykur og hreyfa mig. Það var erfitt að koma mér af stað með einn 2 mánaða sem sefur mis vel en ég er komin á námskeið með vinkonu minni 3 sinnum í viku. Það hentar mér alveg rosalega vel að vera í lokuðum hóp þar sem mér líður vel og er til í að mæta! Að taka matinn í gegn er að mér finnst erfiðast.. Ég er alls engin næringarfræðingur en veit þó eins og flestir hvað er betra en annað..

Ég borða mikið heima og fer í þá sálma í annari færslu, þá hvað mér finnst gott að útbúa heima en ætla hérna að sýna ykkur hvað mér finnst best að borða þegar ég er að leita að hollum kosti á ferðinni.

Gló – Mexikó skál

Ég elska elska elska mexíkó skálina á Gló! Í henni er kjúklingur, kínóa/hirsi, baunir, salsa, guacamole, sterkt vegan mæjó, maisflögur og grænmeti. Þetta er vel útlátin máltíð en svakalega bragðgóð. Ég er mjög hrifin af skálunum á Gló en þessi er í sérstöku uppáhaldi þessa daganna. Vegan chilly mæjóið er súper gott en hægt er að skipta kjúkling út fyrir oumph fyrir þá sem eru vegan eða vilja minnka kjöt neyslu.

 

WOK ON – Bókhveiti núðlur með kjúkling

Ég prófaði WOK ON fyrst síðasta sumar með vinnufélögum og það kom mér svakalega á óvart! Ég panta mér alltaf Bókhveiti núðlur með kjúkling og grænmeti í garlic&black pepper sósu. NAMM! Ég mæli svo mikið með en þetta er algjör lúxus máltíð og holl í þokkabót! Matseðillinn er settur þannig upp að þú velur þér grunn td. hrísgrjón eða núðlur, prótein og svo grænmeti og sósu en mikið úrval er í boði.

Spíran- Súpa dagsins

Spíran er veitingastaður á efri hæðinni í Garðheimum en þeir eru með frábært úrval af heilsuréttum. Á hverjum degi eru í boði mismunandi réttir dagsins hver öðrum girnilegri en það sem ég elska eru súpurnar þeirra. Ég held að flestar þeirra séu vegan og það kemur með heimabökuðu brauði og geggjuðum hummus!

 

Stöðin- krydduð kjúklingavefja

Bensínstöðvamatur hefur seint verið hollur en Stöðin er veitingarsala Skeljungs og bjóða upp á mikið af hollum skyndibita. Mitt uppáhald er vefja með kjúkling, salsa, sýrðum rjóma, grænmeti og jalapeno. Svo ótrúlega hollt, gott og ódýrt. Kjúklingurinn er eitthvað sérstaklega góður á þessum vefjum en ég veit ekki hver galdurinn á bak við það er!

 

Saffran- Piri Piri kjúklingur

Saffran er og hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi þegar ég er að leita að góðri máltíð. Piri Piri kjúklingurinn er í uppáhaldi en ég hef varla smakkað annað af matseðlinum af því ég tími ekki að sleppa því að fá mér þann rétt! Sterkur kjúklingur, brún hrísgrjón og grænmeti sem kemur með sterkri sósu til hliðar. Sleeef!

Ginger- Sweet chili kjúklingur með Wasabi hnetum og sætum kartöflum

Ég var búin að gleyma Ginger en ég borðaði ótrúlega oft þarna fyrir nokkrum árum. Vinkona mín plataði mig með sér þangað um daginn og þessi réttur er sko æðislegur! Ég mæli svo sannarlega með því að prófa.

Local- Teryaki kjúklingasalat

Þetta salat er lang besta salatið að mínu mati. Teriyaki kjúklingur, brauðteningar, cashew hnetur, parmesan ostur, rauðlaukur og sætar kartöflur ásamt Japanese dressingu. Ætli ég geti ekki sagt að ég fari oftast á Local þegar ég er að leita mér að hollri máltíð í flýti.

 

Eru þið með fleiri hugmyndir fyrir mig? Það væri geggjað að deila á milli góðum réttum og veitingastöðum sem gera hollar máltíðir.

xx

Íris Tara