Íris Tara skrifar Flokkað undir Lífsstíll & Heilsa.

Íris Tara: Uppáhalds snyrtivörurnar -TAX FREE draumur!

Það er nú komið soldið síðan ég skrifaði um snyrtivörur! Mig langar að deila með ykkur vörum sem hafa verið í miklu uppáhaldi í svolítin tíma þar sem það eru nú TAX FREE dagar í Hagkaup! Ég mæli svo sannarlega með því að þið kíkið við í Hagkaup og skoðoð úrvalið, alltaf gott að versla góðar vörur með afslætti! Tax free dagar standa yfir þar til 10. júlí.

*Stjörnumerktar vörur hef ég fengið að gjöf

  1. Guerlain baby glow- Ég hef talað um þennan farða hérna á Króm nokkrum sinnum í gegnum árin en ég bara fæ ekki nóg! Ég elska elska elska hann! Baby glow er afskaplega léttur farði með ótrúlega fallegum ljóma! Hann hentar vel fyrir daglega notkun þar sem hann gefur létta þekju, dregur úr roða og jafnar húðlit en húðin verður frískleg og falleg.
  2. Soleil tan de Chanel-  Önnur vara sem ég hef verið að nota mjög mikið er kremaður bronser frá Chanel. Varan er kynnt sem ”bronzing base” eða brons grunnur. Hægt er að nota hann sem bronser á allt andlitið einan og sér eða blanda með farða til að ná fram fullkomnum sumar lit. Ég nota hann þó á eftir farða á þá staði sem ég vanarlega myndi nota sólarpúður. Brozerinn er kremaður en breytist í silkiáferð þegar hann blandast á húðinni og mattast. Ég er sjúk í þennan bronser en hann gefur húðinni ferskan og náttúrulegan blæ.
  3. * Elizabeth Arden 8 hour hydrating mist- Þetta rakasprey er algjört æði! Eins og margir vita hefur 8 hour línan frá Elizabeth Arden heldur betur slegið í gegn og þessi nýjung er fullkomin fyrir sumarið. Spreyið er algjör vítamín bomba og hefur kælandi áhrif. Ég úða þessu á mig á morgnanna, eftir að ég set á mig farða og er alltaf með það í töskunni þegar mig vantar smá ferskleika. Ég er á leiðinni til Spánar og þetta sprey verður sko ekki skilið eftir heima! Fullkomið í flugélinni, ströndinni eða eftir langan heitan dag.
  4. Eylure augnhár númer 117- Þessi augnhár eru þau einu sem ég hef notað undanfarið! Þau eru fullkomin fyrir mín augu en ég vil hafa augnhárin ”fluffy” ekki of gervileg og fá þau aðeins upp í endan til að ná fram smá ”cat eye” (afsaka slangrið) Hægt er að fá 117 bæði ein og sér en einnig er hægt að fá pakka með augnhárunum ásamt auka endum til að ýkja útlitið.
  5. Guerlain midnight secret – Ég er algjör Guerlain fan en ég held að það hafi allt byrjað  þegar ég prófaði Baby glow fyrst! Síðan þá hef ég verið heltekin af húð vörum og förðum frá merkinu. Ég heyrði af kremi sem heitir midnight secret og las mig til um það á netinu. Ég vissi strax að þreytta tveggjabarna móðirin ég yrði hreinlega að prófa! Ég byrjaði á lítilli túbu sem er að klárast svo ég þarf heldur betur að nýta mér TAX FREE. Kremið er næturkrem eins og nafnið gefur til kynna en það nærir húðinni og gefur henni ljóma yfir nóttina. Ég veit ekki hvaða töfra kremið hefur en ég finn alltaf hvað ég er extra fersk þegar ég vakna eftir að hafa notað kremið. Lyktin ilamar af Lavender og er dásamleg og róandi.

xx

Íris Tara