Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

JOHANBULOW lakkrís smákökur með súkkulaði

ÉG ER BÚIN AÐ VERA MEÐ ÆÐI FYRIR LAKKRÍS UPPÁ SÍÐKASTIÐ, ÉG FÉKK MÉR LAKKRÍSDUFT OG LAKKRÍS SÍRÓP FRÁ JOHAN BULOW Á DÖGUNUM, ÆTLAÐ TIL AÐ SETJA ÚT Í KAFFI EN MÉR DATT Í HUG AÐ GERA SMÁ BAKSTUR TILRAUNIR MEÐ ÞAÐ. ÞAÐ HEPPNAÐIST UNAÐSLEGA VEL, ÉG MUN ALVEG POTTÞÉTT PRUFA MIG ÁFRAM MEÐ ÞESSAR VÖRUR, EF ÞÚ ERT LAKKRÍS UNNANDI..PRÓFAÐU ÞÁ ÞESSAR! (ÉG FÉKK VÖRURNAR Í EPAL, HÖRPUNNI)


-LAKKRÍS SMÁKÖKUR MEÐ SÚKKULAÐI
UPPSKRIFTIN DUGAR Í UM ÞAÐ BIL 30 KÖKUR.

150 GR SMJÖR, MJÚKT
85 GR PÚÐURSYKUR
220 GR SYKUR
2x EGG
300 GR HVEITI

1x TSK VANILLUSYKUR
1x TSK LYFTIDUFT
1/2 TSK MATARSÓDI
6-9 TSK LAKKRÍSDUFT, ÉG NOTAÐI GRÓFT LAKKRÍSDUFT FRÁ JOHAN BULOW
2-3 MATSK RJÓMI EÐA MJÓLK
130 GR DÖKKT SÚKKULAÐI, GRÓFLEGA SAXAÐ.

HITIÐ OFNIN Í 190°C.

-BLANDIÐ SAMAN ÞURREFNUM.
-HRÆRIÐ SMJÖRINU OG SYKRINUM VEL SAMAN.
-BÆTIÐ EINU EGGI OG VIÐ OG BLANDIÐ VEL, BÆTIÐ HINU EGGINU VIÐ.
-BÆTIÐ ÞURREFNUM VIÐ OG HRÆRIÐ, BÆTIÐ MIÐ RJÓMA/MJÓLK.
-BÆTIÐ VIÐ SÚKKULAÐI.

-HNOÐIÐ KÚLUR CA. Á STÆRÐ VIÐ MATSKEIÐ. LEGGJIÐ Á BÖKUNARPAPPÍR, PASSIÐ AÐ VERA MEÐ NÆGILEGT PLÁSS Á MILLI KAKA.

-BAKIÐ Í 7-9 MÍNÚTUR. PASSIÐ AÐ ÞÆR VERÐA EKKI OF DÖKKAR, FYLGJAST ÞARF VEL MEÐ BÖKURNARTÍMA.
ATH. LAKKRÍSBRAGÐIÐ DEYFIST VIÐ BAKSTURINN, ÉG SETTI GÓÐAR 9 TESKEIÐAR AF DUFTI OG FANNST ÞAÐ PASSLEGT ÞEGAR ÞÆR KOMU ÚR OFNINUM.

-NJÓTIÐ xx

ALDÍS

IMG_1706

IMG_1710