Jól í krukku-Frábært föndur fyrir alla fjölskylduna

Heimagerð snjókúla í krukku- Þetta verkefni er í uppáhaldi og mig langar mikið til að búa til fallegar snjó ”kúlur” með strákunum. Þetta er líka afar auðvelt og eina sem þarf er, krukka, skraut að eigin vali sem límt er í lokið, gervisnjó eða glimmer, nú eða bæði… Svo vatn til að fylla upp í ef þið viljið geta hrist krukkuna. É mæli samt með því að kaupa límbyssu til að líma lokið fast á. Límbyssur fást ódýrar í td. Tiger


Kertalukt í krukku– Þetta verkefni er líka sniðugt og margt hægt að gera. Þó ber að varast hvað er sett ofa í krukkuna vegna eldhættu. Það er hægt að fá margt sniðugt í Föndru, td. sérstakt efni til að fá ”frostaða” áferð á krukkurnar eða lím til að setja blúndu á krukkur ásamt mörgu öðru. Mæli með því að kíkja á skemmtilegar hugmyndir hjá þeim.

Jólagjafir í krukku- Það er margt sniðugt sem kemst ofan í krukku og hægt að útbúa skemmtilegar og persónulegar jólagjafir fyrir lítin pening.

Skemmtileg lausn fyrir þá sem vilja gefa gjafakort

Handsnyrting í krukku

Fyrir nýbakaðar mæður…. Eða bara allar mæður, hlutverkið hættir víst aldrei að vera krefjandi 

Eitthvað ljúffengt í krukku getur heldur ekki klikkað..

Vona að þið getið nýtt ykkur eitthvað af þessum hugmyndum og vona að ég láti nú verða af því að föndra smá þessi jól.