ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Jólaspjall við Camillu Rut
Yndismærin, söngfuglinn og snappstjarnan Camilla Rut eða eins og margir þekkja hana undir Snapchat nafninu Camyklikk var svo yndisleg að leyfa mér að taka smá jólaviðtal/spjall við sig sem ég ætla að deila með ykkur hér að neðan!
 
Ertu jólabarn :
– Já

Hvað er það besta við jólin :

– Ég elska kuldann, skammdegið, kertaljósin og samverustundir með fólkinu sem ég elska ! Það er ekkert sem toppar það

Ertu með einhverjar jólahefðir :
– Ég er ekki mikið fyrir hefðir heldur leyfi ég tilfinningunni yfirleitt að ráða hverju sinni Ég vil ekki setja óþarfa pressu á mig eða fólkið í kringum mig bara fyrir einhverjar hefðir.. Það sem skiptir mig mestu máli er að öllum líði vel hverju sinni, það er kannski mín hefð

Hvað er á óskalistanum fyrir þessi jól :
– Ég hef ekki pælt almennilega í því en mig langar rosa mikið í fallega leðurhanska, nýja fallega spariskó eða gjafabréf í einhverja skemmtilega upplifun

Uppáhalds jólamynd :
– The Family Stone & The Holiday ! Ég get ekki valið á milli

Uppáhalds jólalag :
– Have yourself a merry little christmas í útgáfu Michael Bublé

Ef þér stæði til boða að halda jólin erlendis hvaða land yrði fyrir valinu og afhverju :
– Ég myndi held ég ekki gera það, ég elska íslensk jól það mikið

Áttu jólaminningu sem þú vilt deila með okkur :
– Það voru jólin 2012 þegar litli bróðir minn var eins árs, hann var búinn að berjast fyrir lífi sínu allann desember mánuðinn, fjölskyldan var skiljanlega alveg niðurbrotin á sama tíma. Á aðfangadag árið 2012 fékk litli leyfi frá spítalanum í eina kvöldstund til að koma og opna pakkana með okkur. Mamma var uppá spítala og ætlaði að koma með hann heim, þegar pabbi var sveittur að berjast við að klára að elda jólamatinn. Við eldri systkinin vorum að drepast úr stressi að skiptast á að nota baðherbergið, öskrandi á hvort annað úr pirring því klukkan tifaði og það átti allt að vera svo fullkomið þegar klukkan sló 18:00!
– Heimkoma mömmu og litla bróðir mínum af spítalanum seinkaði örlítið svo þau komu rúmlega 18:00. Pabbi var ennþá á náttfötunum, ég rétt svo komst í kjólinn minn og sokkabuxurnar en var enn með hálfblautt hárið. Mamma var í jogging gallanum með hárið í snúð og litli bróðir minn með gifs utanum æðalegginn í handleggnum og höfuðfat til að fela nálaförin á hausnum líka.
– Það endaði auðvitað þannig að við beiluðum á þessu öllu saman, fórum öll í náttfötin, borðuðum góðann mat (þó ekki á slaginu 18:00), opnuðum pakkana og nutum þess að vera öll saman.
– Litli bróðir minn jafnaði sig að fullu og er heilsuhraustur 8 ára gleðigjafi í dag en eftir þessi jól þá áttuðum við okkur á því hvað það var sem raunverulega skipti máli, það var að njóta nærveru hvors annars. Þessvegna segi ég að allt það veraldlega skiptir mig litlu sem engu máli um jólin, heldur er það að að njóta samverunnar með öllum þeim sem ég elska – ég vil að enginn sé undir óþarfa pressu og að öllum líði vel 🙂
– Ég vil ekki að fjölskyldan mín minnist jólanna þannig að ég var sveitt og í stresskasti því ég er í kappi við tímann með bakstrinum, tiltektinni eða gjafainnpökkninni (sumsé einhverju sem skiptir ekki máli þegar uppi er staðið) Heldur vil ég að fjölskyldan mín muni eftir þeim stundum sem ég gaf mér tíma til að setjast niður að spila 🙂

Uppáhalds jólasmákökurnar :
– Það eru einhverjar smákökur sem tengdó gerir sem mér finnst geggjaðar en ég veit ekkert hvað þær heita Haha 

Hvaða lit tengir þú við jólin :
– Grænann og hvítann
Ef þú mættir bjóða 5 frægum einstaklingum í jóla-matarboð hverjum myndir þú bjóðja og hvað væri í matinn :
– Khloé Kardashian, Michelle Obama, Ellen Degeneres, Oprah Winfrey og Ashley Graham ég myndi hafa naut, bernes og bakaðar kartöflur í matinn.
– Bjóða þeim uppá rauðvín með því og svo royal búðing í eftirrétt! Vá ég held ég yrði smá abbó útí sjálfa mig bara..
Hvað er í matinn hjá þér á aðfangadag :
– Það fer eftir hvort við séum með foreldrum mínum eða tengdó
– Hjá mínum foreldrum er naut, lamb og svín á boðstólnum með öllu því meðlæti sem við gætum óskað okkur. Enda erum við á nartinu í nokkra dagar eftirá Haha
– Annars er tengdamamma oftast með hamborgarahrygg, það þyrftu allir að fá að smakka frómasinn hennar tengdamömmu.. Guð minn almáttugur hvað hann er góður !
Skreytir þú mikið fyrir jólin :
– Held það sé misjafnt hvað fólk kallar mikið Haha
– En ég skreyti jú alltaf eitthvað, finnst það góð leið til að lýsa upp skammdegið og gera heimilið örlítið meira kósí
Uppáhalds jólaskraut :
Ég fékk mér hnotubrjóta í Pier fyrir helgi sem ég er alveg gríðarlega skotin í.
Takk fyrir spjallið

XX

Erna Kristín