ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Jólaspjall við Rakel Orra

Tók smá jólaspjall við einkaþjálfaran og yndismærina Rakel Orra! ( thol.is )
Þessi stelpa er yndisleg alveg í gegn og var auðvitað til í smá spjall!

 

Ertu jólabarn : Ég þykist ekki vera það, en þegar jólin byrja að ganga í garð þá ólgar í mér eins og litlu smábarni! Svo ég viðurkenni það hér og nú, ég elska jólin!

 Hvað er það besta við jólin: ó hvar á ég að byrja? Best að ég geri bara lista, annars verðum við hér í allan dag.

  1. Hamingjan í fjölskyldunni
  2. Malt og Appelsín, maturinn, smákökur, konfekt og ostar.
  3. Spennan í krökkunum
  4. Konfekt uppi í rúmi. (já það má á jolunum)

Ertu með einhverjar jólahefðir :

Þorlákur: labba laugarvegin að kvöldi til með heitt kakó og franskar makkarónur.

Aðfangadagur: vakna og fá mér rúgbrauð og sýld í morgunmat með Malt og Appelsín, fara svo á grjótharða jólaæfingu áður en jóla jóla stússið byrjar.
Jóladagur: Konfekt upp í rúmi með jólamynd.

Hvað er á óskalistanum fyrir þessi jól: náttbuxur og kosy inniskór.

 Uppáhalds jólamynd: Allar þær jólamyndir sem eru með dash af clishé og ást.

 Uppáhalds jólalag: Þau eru mjög mörg, en White Christmas með Elvis Prestley er alltaf efst á listanum & do they know it’s christmas?

Ef þér stæði til boða að halda jólin erlendis hvaða land yrði fyrir valinu og afhverju : Sól og hvítar strendur.  Bara til þess að gera eithvað allt annað og öðruvísi.

Áttu jólamynningu sem þú vilt deila með okkur : Ein bestu jól sem ég átti sem barn, var þegar mamma mín og pabbi fóru með okkur systkinin upp í bústað yfir jól og áramót. Það voru svo afslöppuð og notaleg jól. Ekkert stress og vesen bara slökun, ég á eftir að gera slíkt hið sama með mínum börnum einhver jólin.

 Uppáhalds jólasmákökurnar: Lakkrístoppar og brúnu sykurkökurnar sem tengdamamma mín gerir.

 Hvaða lit tengir þú við jólin: Rauður, ég elska allt rautt um jólin, sérstaklega rauð jólaljós.

Ef þú mættir bjóða 6 frægum einstaklingum í jóla-matarboð hverjum myndir þú bjóðja og hvað væri í matinn :  F R I E N D S Crewið eins og það leggur sig.

Hvað er í matinn hjá þér á aðfangadag: Svínahamborgarahryggur, villtsósa, sykurkartöflur, rauðkál, rósakál með beikonkurli, gular og grænar baunir og Malt&Appelsín.

 Skreytir þú mikið fyrir jólin : Ég get nú ekki sagt það, það verður kannski meira með aldrinum þegar ég hef sankað að mér meira skrauti. En ég er mjög picky á jólaskraut.

Uppáhalds jólaskraut: Rauðu jólaseríurnar sem fá að liggja í gluggakistunni.

Takk fyrir spjallið Rakel

 xx

Erna Kristín