Íris Tara skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Kaffi smoothie- Fullkominn morgunmatur fyrir þá allra þreyttustu

Við þekkjum það flest að vera varla vöknuð þegar fyrsti kaffibollinn rennur ljúft niður til þess að koma okkur í gang fyrir annasaman dag. Það er gott að bregða út af vananaum og prófa eitthvað nýtt. Þessi smoothie er frábær og auðveldur en kaffið er lagað daginn áður og fryst í klakaboxi sem gerir smoothie-inn þykkan og góðan.

Það sem þarf er:

  • Einn bolli upp á helt kaffi, fryst yfir nótt.
  • 1 Banani
  • 1/4 bolli hafrar
  • 1 matskeið kakóduft
  • 1 matskeið hörfræ
  • Smá kanill
  • 1 bolli soja eða möndlu mjólk
  • 1 teskeið hunang

Öllu skellt í blandarann og úr því kemur þessi dásamlega morgunverðar smoothie.

 

 

Uppskrift HÉR