Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Kaffi smoothie með banönum og döðlum- Fullkominn í morgunsárið
Þessi smoothie er æðislegur hvort sem það er til að koma sér í gang á morgnana eða sem hressing þegar líða fer á daginn.  

2 frosnir bananar ( Best ef þeir eru frystir í bitum)
4 molar af möndlu mjólk sem hefur verið fryst í klakaboxi
1/2 bolli af sterkum uppáhelling eða expresso skot, gott að leyfa því að kólna
2 stórar döðlur

Ef blandarinn ykkar er ekki krafmikill er best að byrja á því að setja möndlumjólkur klakana og kaffið fyrst, blanda í smá stund og bæta þá við frosnum bönunum og döðlum.

krom215