Kennslumyndband: Blautur Eyeliner

Í þessu myndbandi sýni ég ykkur hvernig er best að gera blautan eyeliner að mínu mati. Þetta hljómar alltaf rosalega flókið en vonandi sýnir þetta myndband ykkur að þetta er bara að vanda sig, gera þetta rólega, nota þessa sömu formúlu og æfa sig svo aftur og aftur.

1.Mér finnst best að byrja á því að draga línu útfrá línunni þar sem að efri augnhárin enda og draga upp í átt að gagnauganu, þið ráðið hér hversu langt þið viljið að hann nái.

2.Síðan setjið þið pennan í endann á spíssinum (þar sem að línan enda áðan) og dragið niður að augnloki.

3.Tengið svo frá innri augnkrók og alla leið yfir, fyllið svo upp í. Þessi penni er brjálæðislega þæginlegur í notkun því að hann er hannaður eins og tússpenni og mjög litsterkur, en þetta er „Limitless Liquid Liner penninn frá Smashbox.“

Make up: Steinunn Edda fyrir KRÓM