Kíktum á  flotta lagersölu og tókum fullt af myndum! Hægt er að gera frábær kaup!!

LAGERSALA

Við kíktum í Holtagarða í hádeginu á lagersölu sem Ásbjörn Ólafsson heildsala er með og það er hægt að gera frábær kaup.

Það verður opið til og með næstkomandi sunnudags.

Þetta er frábært tækifæri fyrir þá sem eiga eftir að kaupa jólagjafir eða bara eignast fallega hluti á góðum afslætti.

Það koma nýjar vörur á hverjum degi og má finna flottar merkja vörur eins og iittala, moomin og margt fleira.

 

Mikið úrval að iittala vörum og stelpurnar sem eru að afgreiða sögðu okkur að það koma nýjar vörur  inn á hverjum degi!

Þessar fallegu moomin veggflísar eru á góðu verði en fallegt væri að raða þeim saman á vegg inn í barnaherbergi

 

Dúkar, diskamottur og renningar á 500 kr stykkið. Koma í nokkrum stærðum og litum

Einnig er mikið úrval af eldhúsvörum, gæðamerki á góðu verði!

Glæsilegt hnífasett á 1500 kr! Frábær jólagjöf..

 

18 vínglös, rautt, hvítt og kampavín! Verðið er algjört grín, aðeins 2000 kr!

Það er fallegt að blanda saman mismunandi mynstrum og týpum þegar lagt er á borð. Mikið úrval af vönduðum borðbúnaði.

Litrík og falleg ungbarnarúmföt frá Södahl.

Fallegar pullur í Bohemískum stíl..

Æðislegur möffins standur

Hver elskar ekki creme brulee! Frábært kitt til að búa til góðan eftirrétt heima. Einnig er hægt að nota formin fyrir súkkulaði kökur.

Lagersalan verður opin á eftirfarandi tímum:
Alla virka daga frá 12-18
Laugardaga frá 12-17
Sunnudaga frá 13-17