Kíktum á forsýningu á YPPERLIG línunni frá IKEA og HAY

YPPERLIG

Fyrir helgi kíktum við á skemmtilegan viðburð hjá IKEA þar sem verið var að kynna nýju YPPERLIG línuna sem IKEA vann í samstarfi við HAY hönnunarteymið.

YPPERLIG línan stendur fyrir einfaldleika og þetta er samtímahönnun sem jafnframt er tímalaus – eins og vörurnar sjálfar

Línan inniheldur glæsilegt úrval af vörum, allt frá stærri húsbúnaði eins og sófum og stofuborðum, að smærri hlutum.

Boðið var upp á flottar veitingar og fræðslu um YPPERLIG línuna.

Nú er tækifæri á að eignast flotta hönnun á IKEA verði.

Takk fyri okkur