Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Kjúklinga og rjómaosta taquitos
Nammmm þetta hjlómar vel!
10 stk
450 g grillaður kjúklingur, rifinn
180 g rjómaostur
80 g sýrður rjómi
100 g salsasósa
125 g cheddarostur
50 g spínat
salt og nýmalaður pipar
10 stk litlar tortillur
olía til steikingar
Blandið kjúklingnum saman við rjómaostinn, sýrða rjómann, salsasósuna, cheddarostinn, spínatið og kryddið með salti og pipar. Fyllið hverja tortilla með 1-2 msk af blöndunni og vefjið upp. Steikið tortillurnar í 2-3 mín á hvorri hlið á meðalheitri pönnu. Berið tortillurnar fram volgar. Gott er að bera þær fram með guacamole eða sýrðum rjóma.
Uppskrift frá uppskriftarvef Hagkaups  HÉR