Kolbrún Inga skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Kolbrún – Það að eignast barn stoppar ekki ævintýrin og ferðalagið um heiminn

Það að eignast barn stoppar ekki heimhornaflakkið

Hver kannast ekki við að heyra kláraðu skólann og skoðaðu heiminn áður en þú eignast barn ?

Ég og kærastinn minn fórum til Kína í Ágúst 2015 vorum bæði að byrja á námi og vorum ótrulega spennt fyrir komandi tímum. Mér fannst ég loksins vera gera eitthvað rétt í lífinu.. Fystu vikurnar gengu mjög vel en svo byrjaði ég að vera ótrúlega orkulítil og með mikla ógleði. Ég skildi ekki hvað gæti verið að mér.. Ég ákveð að tala óléttupróf bara til þess að útiloka að ég væri ólétt. Ég pissa á prikið og stax koma tvær eldrauðir línur. Lífið hrundi og mér leið eins og lífið væri búið.. Eins og ég hafði brugðist sjálfri mér að vera ekki búin að klára þessa hluti sem maður “á” að vera búin að gera áður en maður kemur barni í heiminn.


En það góða við lífið er að aðeins þú ræður hvað þú gerir og vilt fá útur því. Við fórum úr þeim hugsunum að lífið væri búið í að við værum að fara fá lítinn ferðafélaga í heiminn og vorum við staðráðin að nýta tímann vel í að ferðast og skoða heiminn áður en hann byrjar í skóla.

Við fórum til Íslands þegar ég var komin 6 mánuði og vorum þar restina af meðgöngunni. Þann 26 apríl fæddi ég lítinn fullkominn strák sem heitir Atlas Neo. Þegar hann var mánaðargamall fluttum við til Noregs og vorum þar um sumarið. Við byrjuðum mjög fljótlega að ferðast og nutum þess í botn að vera komin með lítinn ferðafélaga. Ég hef ekki tölu á því hvað margir eru búin að segja njóttu þess að ferðast meðan hann er ekki byrjaður að skríða,labba og öll runan sem kemur þar á eftir.. En ég get ekki sagt að ég sé sammála því. Að sjálfsögðu er krefjandi að ferðast með lítið barn útum allan heim en það er mun meira gefandi en eitthvað annað. Hann er orðin 18 mánaða og ég gæti ekki óskað mér betri ferðafélaga.


Við erum í Kína núna hjá Bigga bróðir mínum og fjölskyldunni hans. Við förum til Thailands eftir rúma viku og munum leyfa ykkur að fylgjast með.

Ef þið viljið fylgjast betur með okkur þá erum við með Instagram www.instagram.com/worldwithatlas

Þangað til næst Kolbrún.