Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Króm spjall við Camillu Rut – Líkar best við hárið og rassinn!

Við heyrðum í henni Camillu Rut sem er meðal annars eiginkona, móðir, vinkona og er virk á samfélagsmiðlum.

Hún er með mikið af fylgjendum á bæði Instagram og Snapchat.

Hún er sambland af tískuskvísu og smá brussu í góðri merkingu enda skemmtileg og fyndin og tekur sig ekki of alvarlega.

Við fengum Camillu til að svara nokkrum spurningum.

 

  1. Hvaða árstíð er í uppáhaldi?

Ég elska veturinn! Kuldinn, snjórinn, stóru kosy peysurnar og þykku treflarnir eru mitt uppáhald 🙂

  1. Hvað líkar þér best við í eigin fari?

Hárið og rassinn, klárt mál!

  1. Hvaða flík er í uppáhaldi?

Mér líður alltaf eins og rokkstjörnu í samfestingnum mínum frá Muffintopkiller.com !

  1. Uppáhalds matur?

Það er ekkert betra en naut, bakaðar karftöflur og góð bernaise sósa.. eða maísstöngull með fullt af smjöri og salti! NAMM

  1. Uppáhalds snyrtivörur?

Bronzing gelið frá Sensai & hyljarinn frá Urban Decay

  1. Uppáhalds borg erlendis og af hverju?

Gdansk í Póllandi – hún er ódýr og falleg

  1. Uppáhalds bíómynd?

Step Brothers ! Ég hlæ alltaf jafn mikið

  1. Uppáhalds samfélagsmiðill?

Instagram

  1. Hvað er á óskalistanum fyrir haustið?

Mig langar í fallega, hlýja og þægilega úlpu, er með augun á einni sérstakri 🙂 Svo langar mig líka í nýja skó.

  1. Ef þú mættir velja hvern sem er hvaða þremur einstaklingum myndir þú bjóða í mat og hvað væri í matinn?

Ég myndi bjóða Tina Turner, Will Farrel & Sindra Sindrasyni stórvini mínum í mat og eflaust bjóða uppá pantaða pizzu og royal búðing í eftirrétt á miðvikudagskvöldi.. allt voða afslappað – svo myndi ég sitja og hlusta á þetta fólk spjalla allt kvöldið… held það yrði mjög áhugavert og skemmtilegt kvöld !

Við mælum með því að adda henni á snap og Instagram 🙂

Snapchat: camyklikk
Instagram: camillarut

Við þökkum Camillu Rut fyrir spjallið.