Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Króm spjallið er við flottan strák sem er kennari, förðunarfræðingur, kafari, dragdrottning,í flugnámi með pungapróf og meirapróf

Viltu segja okkur aðeins frá þér 

Ég heiti Hjálmar Forni og er 23 ára gamall. Ég geri bara það sem mér finnst skemmtilegt og er svolítið minn eigin herra. Ég er menntaður förðunarfræðingur og nota þá kunnáttu mína mikið. Ég er búinn að læra snyrtifræði, fara í flugnám, taka pungaprófið og er með meiraprófið  og köfunarréttindi. Ég elska bara að prófa allt nýtt og spennandi og nenni ekkert að vera að festa mig í einhverju ákveðnu.

Þessa dagana er ég að fást við ýmis verkefni eins og til dæmis að kenna förðun hjá Ásgeiri og Beggu í Mask makeup and airbrush academy og svo er ég eina fastráðna dragdrottningin á Íslandi og verð alla Sunnudaga í vetur á Kiki Queer Bar að gera allt vitlaust. Tek líka mikið af allskonar förðunarverkefnum að mér og svo fer vertíðin að byrja þar sem maður er bókaður með dragshow á allskonar giggum.

Uppáhalds borg og af hverju?

Sidney er að koma sterk inn af borgunum en uppáhalds staðurinn minn í heiminum er Playa De Las Americas á Tenerife. Alltaf sól, alltaf helgi, ódýrt og eiginlega svona bara draumaland þar sem allt er í boði og hjartað mitt er alltaf þar.

Hvaða árstíð hentar þér best?

Klárlega sumar, elska hita og sól!

Uppáhalds Snapp eða Instagram

Vá það eru svo margir, Gói sportrönd er náttúrulega bara já.. meistari! En annars elska ég líka maskacademy sem er snappið hjá förðunarskólanum sem ég er að kenna í. Fæ að sjá þá nemendur mína breytast úr snillingum í meistara svona bakvið tjöldin þá daga sem ég er ekki að kenna. Hvað er betra en það?

Kvikmynd sem þú hefur séð oftast?

Ég horfi alltaf á sömu myndirnar aftur og aftur afþví ég er svo hræddur við að horfa á nýjar ef þær verða svo bara leiðinlegar. En ég held að sú sem fái þennan heiður að verða oftast fyrir valinu sé To Wong Foo!

Hvaða vefsíður eru í uppáhaldi hjá þér ?

Að sjálfsögðu er Króm alltaf með eitthvað ferskt og það er eiginlega möst að kíkja smá á hverjum degi, en annars er ég voða mikið bara að skoða allt. Allt frá bæjarblaðinu á Ísafirði til Vogue.it

Uppáhalds orðatiltæki

Finnst “með illu skal illt út reka” alltaf soldið fyndið en annars er “það sem drepur þig ekki styrkir þig” held ég bara það albesta.

Hvað gerir þig hamingjusaman

Ef kærastinn er ekki heima til að sinna mér að þá gerir matur og gott vín mig alveg ofboðslega hamingjusaman.

Hvaða heilræði gæfir þú sjálfum þér þegar þú varst 16 ára

Úff… haha ég hefði sennilega ekki hlustað en ætli ég myndi ekki segja mér að það væri allt í lagi að vera öðruvísi og ég þyrfti ekki að fá viðurkenningu frá öðrum en sjálfum mér. Ef þú hefur trú á sjálfum þér að þá eru þér allir vegir færir.

Hvað fer mest í taugarnar á þér

Hvar á ég að byrja? Svona ungir strákar sem eru að rembast við að vera töff og halda að þeir séu svaka flottir með því að beyta ofbeldi eða almennt vera ókurteisir og hrokafullir. Og svo lélegir handþurkarar á almenningsalernum.

Hvaða tveir  hlutir eru ómissandi

Vísakort og vegabréf. Þá auðvitað vísakort með hærri heimild en það sem ég fæ og væri ágætt ef einhver annar myndi líka borga af því.

Hvað er það neiðarlegasta sem þú hefur lent í?

Okey núna er ég lens, það er svo margt haha. En ætli það sé ekki að koma aftan að kærastanum mínum á djamminu á Kiki og klípa hann í rassinn og kyssa hann á hálsinn. Hann snéri sér svo við og þá var það svona fimmtug frekar ósátt lesbía.

Fæ enn illt í hjartað!

Drauma fríið

Maður fer alltaf yfir strikið þegar maður lætur sér dreyma en ég myndi alveg fórna mér í að hafa það gott á Bora Bora með Justin Bieber og Miley Cyrus og öllu þessu liði. Sigla um á snekkjuni og tana smá og myndi að sjálfsögðu, í góðmennsku minni, aðstoða Bieberinn við að bera olíu á bakið á honum.

Hvað líkar þér best við sjálfan þig

Mér leiðist aldrei. Mér finnst ég vera svo hrikalega skemmtilegur að það er alltaf stuð hjá mér. Ég er þarf mikinn tíma með sjálfum mér til að búa til show, búninga, læra texta, prufa farðanir og svo fremvegis og það væri hrikalegt ef mér þætti ég vera svona þessi pirrandi týpa.

Hver er Gloria?

Miss Gloria Hole er fyrrverandi Dragdrottning Íslands og henni tekst einhvern veginn alls ekki að halda sig réttu megin við strikið. Hún notar eingöngu Make Up For Ever vörurnar til að gera sig enþá sætari og gengur aldrei í flatbotna.

Ég er mjög ánægður að hafa fundið Gloriu inní mér fyrir 10 árum því hún hefur hjálpað mér að móta mig sem manneskju og svo er henni fyrirgefið ALLT! Þannig maður getur látið allt flakka það sem maður geymir ofan í skúffu á meðan hárkollan er inní skáp.

Þeir sem vilja vita meira um Gloriu geta addað henni á Snapchat og skoðað hana á Facebook

Svo er líka hægt að senda henni fyrirspurnir eða bóka hana á ýmsa viðburði beint í gegnum Facebook síðuna

Miss Gloria Hole – Queen Of Iceland

Takk fyrir spjallið Hjálmar Forni og gangi þér sem allra best.