Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir KRÓM TV, Matur & Vín.

KRÓM tv   –  Oreo ostakaka

Æðisleg oreo ostakaka .

Oreo botn

2 pakkar Oreo kex (32 kexkökur)
100 g brætt smjör

Malið 2 Oreo kexpakka í matvinnsluvél og hrærið bræddu smjöri saman við. Klæðið smelluform að innan með plastfilmu. Þrýstið kexmulningnum í botninn og upp með hliðunum á forminu og kælið í um 40 mínútur.
Ostafylling

250 g rjómaostur
1 dl flórsykur
1 tsk vanilludropar
300 ml þeyttur rjómi
1 pakki Oreo kex

Athugið að rjómaosturinn sé við stofuhita. Ég nota rjómaostinn í litlu dósunum frá MS því hann er mýkri og fínni en þessi í stóru bláu öskjunum.

Þeytið rjómaost, flórsykur og vanilludropa saman og blandið þeyttum rjóma vel saman við með sleikju.
Myljið 12 Oreo kexkökur gróft og blandið saman við ostablönduna og smyrjið henni svo ofan í bökuskelina. Snúið 4 Oreo kexkökur í sundur og skreytið ostakökuna með þeim.
Kælið kökuna í 2-3 klukkustundir áður en hún er borin fram.

 

 

Kveðja,

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR