Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir KRÓM TV, Matur & Vín.

Kennslumyndband  – Girnilegir smáréttir og ferskir kokteilar fyrir áramótin  !

Þáttaröðin Matur&Vín með Tinnu Björg heldur áfram en að þessu sinni sýnir hún okkur hvernig skal búa til girnilega smárétti fyrir saumaklúbbinn eða partýið og ferska kokteila með ávöxtum og Cointreau. Næstkomandi fimmtudaga ætlum við að sýna ykkur auðveldar og skemmtilegar uppskriftir þar sem hún Tinna Björg sýnir ykkur réttu handtökin.

 

Ostasalat
2 mexíkóostar
2 hvítlauksostar
1 púrrulaukur
1 vínberjaklasi
1 gul paprika
1 rauð paprika
1 ½ dós sýrður rjómi
½ lítil dós majones

1 snittubrauð

Skerið mexíkó- og hvítlauksosta í litla teninga. Skerið púrrulauk í sneiðar, vínber í tvennt og papriku í litla bita.

Hrærið majones í skál svo það mýkist og verði kekkjalaust. Bætið við sýrðum rjóma og blandið saman við osta, púrrulauk, vínber og papriku.

Sneiðið gott snittubrauð og berið fram með ostasalatinu.

Snittur
1 snittubrauð
1 krukka grænt pestó
blaðsalat
salami
1 askja piccolotómatar
1-2 camembertostar

Skerið snittubrauð í sneiðar og smyrjið þær með grænu pestó. Raðið blaðsalati yfir pestóið, sneiðið salami og camembertost og raðið ofan á snitturnar. Skerið piccolotómata í tvennt og skreytið herlegheitin með tveimur helmingum á hverja snittu ásamt einu laufi af basilíku.

Parmaskinkurúllur
6 sneiðar parmaskinka
50 g hvítlauksrjómaostur

Klettasalat
6 litlar kúlur mozzarellaostur

Smyrjið klípu af hvítlauksrjómaosti á hverja sneið afparmaskinku. Leggið nokkur blöð af klettasalati yfir hvítlauksostinn. Setjið að lokum eina mozzarellakúlu ofan á hverja parmaskinkusneið og rúllið þeim upp.

Gott er að stinga tannstönglum í miðjar rúllurnar ef þær á að bera fram sem pinnamat.

Kokteilar

Contreau Fizz með aðalbláberjum og jarðarberjum

2 msk aðalbláber
2-3 jarðarber
5 cl Contreau
klakar
Sprite
¼ lime

Setjið aðalbláber og jarðarber í þykkbotna glas og kremjið vel. Hellið Contreau í glasið og fyllið glasið af klökum. Hrærið berin upp með skeið og fyllið upp með Sprite. Kreistið lime yfir kokteilinn og skreytið.

Contreau Fizz með mangó og granatepli

¼ mangó
2 msk granateplaaldin
5 cl Contreau
klakar
Sprite
¼ lime

Setjið mangó og granatepli í þykkbotna glas og kremjið vel. Hellið Contreau í glasið og fyllið glasið af klökum. Hrærið berin upp með skeið og fyllið upp með Sprite. Kreistið lime yfir kokteilinn og skreytið.

Kveðja

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR