ErnaKristín skrifar Flokkað undir Menning & Listir.

Króm viðtal –  Kolbrún Inga og fjölskylda eru ungt fólk með ævintýraþrá og láta drauma sína rætast

Erna Kristín – Ég elska Instagram og ég elska að rekast á og skoða fallega Instagram accounta!

Mig langar agalega mikið að deila einum með ykkur, en þegar ég skoða þetta Instagram, þá fyllist ég öll ævintýraþrá!

Sonurinn búin að heimsækja 15 lönd aðeins 16 mánaða gamall!

Ég heiti Kolbrún Inga Stefansdóttir og er 27 ára frá Vestmannaeyjum. Ég á einn lítinn strák sem heitir Atlas Neo og kærastinn minn heitir Carl Eliassen. Ég er stödd í Filipseyjum eins og er. Filippseyjar er staður sem ég mæli með fyrir alla. Guðdómlega fallegt hérna og allir virkilega vinalegir og hjálpsamir. Ég held að það fari ekki milli mála hvað áhugamálin okkar eru. Það er ekkert skemmtilegra en að ferðast og skoða aðra menningarheima. Þegar ég varð ólétt þá var ég ótrúlega hrædd um að við þyrftum að hætta að ferðast en held að við séum búin að sanna það er ekkert mál að ferðast með barn. Að sjálfsögðu getur það verið krefjandi en það er mun meira gefandi heldur en eitthvað annað. Hann er 16 mánaða og erum við búin að fara til 15 landa

Framhaldið er óráðið.

Það sem heillar mig mest við instagram að þetta er vettfangur sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi hvort það sé tíska,ferðast eða heimilið. Við notum instagram ótrulega til að fá hugmyndir á hvaða staði við viljum fara á og skoða. Við eigum 2 vikur eftir hérna í Filipseyjum þaðan förum við til Hong Kong og munum vera þar í 2 vikum. Svo mun Kína taka við okkur í mánuð svo munum við eyða jólunum í Thailandi. Við erum ekki búin að ákveða hvort við förum aftur heim til Noregs eftir jól eða höldum áfram að skoða heiminn. Við erum ótrúlega spennt fyrir komandi tímum og ykkur er meira velkomið að fylgjast með okkur á instagram.
Fyrir áhugasama þá er hægt að fylgjast með þessari yndislegu fjölskyldu : HÉR

Þar til næst!

xx

Erna Kristín

Snapchat & Instagram : Ernuland