Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Langar þig í eitthvað gott og létt í matinn? Hrikalega einfaldur og góður núðluréttur

Það sem þú þarft:

250 gr af núðlum
1/2 haus af kínakáli
1/3 haus af brokkolí
2 stórar gulrætur
1/2 rauðlaukur
1/2 gulur laukur
2 kjúklingabringur
1 krukka af butter chicken sósu
1 teskeið chili
1 teskeið salt
1 teskeið pipar
1 teskeið karrý

 

b1d93172e6518b8c91f794cedcff99c4

Aðferð: 

Byrjar á því að sjóða núðlurnar uppúr smá salti og steikja kjúklinginn uppúr olíu. Kryddar svo kjúklinginn og hellir sósunni yfir og lætur malla á lægsta hita í um 10 mínútur. Á meðan skerðu grænmetið niður í litla teninga nema kálið sem er skorið í strimla, skellir svo grænmetinu út á pönnuna, hækkar vel í henni og léttsteiktð í 5 mínútúr í viðbót, borið fram með hvítlauksbrauði.

Þetta er svona einfalt, tekur enga stund að undirbúa og elda nammm…..