Íris Tara skrifar Flokkað undir KRÓM TV, Menning & Listir.

Leon Hill hjá Secret Solstice kynnir tónleikasvæðið

Leon Hill er ástralskur tónlistarmógúll sem sér um öll markaðsmál fyrir Secret Solstice. Það er mikið að gera hjá starfsfólki hátíðarinnar að koma upp tónleikasvæðinu  og er unnið nánast allan sólahringinn. Að sögn Leon er hann hrifin af landinu og gæti hugsað sér að búa á Íslandi.

Hann hefur ferðast um allan heim og starfað við kynningar og markaðsmál í þessum geira, hér segir hann okkur aðeins frá stærstu tónlistarveislu sem Ísland hefur séð!