Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Tíska & Hönnun.

Lína Birgitta – MY NEW BAG “GUCCI MARMONT”

Ég er kolfallin fyrir svo mörgu hjá Gucci núna að ég get varla hamið mig! Nýjasta veskið sem ég var að fá mér er þetta sem þið sjáið á myndunum hér fyrir ofan. Veskið er “GG Marmont” er í ótrúlega hentugri stærð. Ég valdi mér millistærðina því ég vildi koma bæði kortaveskinu mínu og makeup töskunni minni ofan í það. Það kemur í nokkrum litum en ég skellti mér á nude. Perónulega þá finnst mér veskið ekki vera beint nude litað heldur meiri blanda af pastel brúnum/nude lit. Það er hinsvegar annað mál því veskið er gullfallegt! Þið sem eruð í veskja hugleiðingum þá mæli ég með því að þið verslið í Bretlandi því pundið er svo svakalega hagstætt og plús þið fáið TAX FREE. Þið eigið líklega eftir að sjá mig mikið með veskið á mér á næstunni því það er í algjöru uppáhaldi! Þið sem hafið áhuga á að skoða veskið nánar þá getið þið skoðað það HÉR.

Þangað til næst, hafið það gott x