Lína Birgitta – vítamín rútína

D-3

Ég vildi deila brot af vítamín rútínunni minni með ykkur en þau vitamin og bætiefni sem ég tek inn er meðal annars er D-3 vítamín frá Gula miðanum og Metabolic Balance. D-3 er lífsnauðsynlegt fyrir okkur íslendinga þar sem að sólin skín ekki sitt  skærasta á veturnar en það er sagt hafa áhrif á skammdegisþunglyndi. D-vítamín er einnig mikilvægt fyrir beinheilsu þar sem það örvar frásog kalks úr meltingarvegi og stuðlar að eðlilegum kalkstyrk í blóði!

Metabolic balance

Metabolic Balance frá Higher Nature inniheldur blöndu af vítamínum, steinefnum og jurtum sem stuðla að öflugri meltingu með því að örva efnaskipti í líkamanum og þar með fitubrennslu. Hylkin innihalda meðal annars náttúrulegt efni sem heitir Inulin en það eru vatnsleysanlegar trefjar sem hjálpa líkamanum að viðhalda eðlilegri hægðalosun, þær bæta meltinguna og hjálpa okkur að losna við fitu sem safnast á innri líffærin. Svo er það aðal plúsinn, þau hjálpa manni að ná tökum á sykurlöngun! D-3 vítamínið fæst í flestum apótekum og Metabolic Balance fæst aðeins í Heilsuhúsinu.