Ritstjórn KRÓM skrifar Flokkað undir Heimili & Arkitektúr.

Lítil baðherbergi – Hvernig þú notar hvern krók og kima

Lítil baðherbergi eru eitthvað sem við þekkjum vel á Íslandi. Nokkrar skemmtilegar hugmyndir af litlum baðherbergjum og hvernig við getum nýtt þau á sem bestan máta.

Eins og sést á meðfylgjandi myndum er sumt auðvelt að gera sjálf/ur og sumt er betra að fá fagmann í.

Fyrsta regla í að stækka baðherbergið er að nota spegla, notið þá í stórum stíl.


Notið vask sem er með járngrind, til þess að spara gólfplássið og til að rýmið flæði betur.

Hérna er gert geymslupláss í falska veggnum, mjög sniðugt.

Ef baðherbergið er undir súð og möguleiki á að hafa baðkar, setjið þá baðkarið undir súðina til þess að nýta það pláss. Ef það er ekki hægt er alltaf hægt að nýta plássið með fljótandi vegghillum (eins og þeim sem fást í Ikea t.d.).

Notið gamla diskarekka til að geyma/sýna ilmvötn og þess háttar.

Notið handklæðastangir til að hengja körfur á sem geymslupláss undir allt þetta smáa sem maður þarf að nota daglega. Bæði svona handklæðastangir og krókar fást í Ikea.

Sniðugur skápur sem auðvelt er að gera sjálfur.

Notið hornvask til að skapa meira pláss.

Sniðug staðsetning á vaskinum og einnig að hafa glervegginn til að leyfa náttúrulega ljósinu að skína inn.

Ef þið viljið breyta aðeins til og EKKI nota plast/járn hringina til að hengja upp sturtuhengið að þá finnst mér þetta skemmtileg hugmynd, að nota leðurbönd í staðinn.

Hægt er að endurnota gamlan skáp/kommóðu eða borð til að þjóna hlutverki baðherbergisinnréttingu.

Takið gólfflísarnar alveg uppá vegginn til lofts. Það er ekki gott að blanda of mörgum tegundum af efnisvið inn á litlu baðherbegi.

Þetta baðherbergi  er fallegt og nýtingin er góð.

Ef þið eigið tréskálar sem þið eruð löngu hætt að nota er sniðugt að saga þær í tvennt og hengja upp á vegg inn á baðherbergi…voila meira geymslupláss.

Endurnýtið vínkassa eða gamla gostrékassa sem hillur.

Fljótandi vegghillur…hafa reddað svo mörgu.

Mér finnst svo fallegt að gera lítil baðherbergi svolítið ýkt eins og þetta fallega röndótta hér.

KRÓM
Munið eftir að líka við okkur á facebook HÉR

krom215