Erna Sigmundsdóttir skrifar Flokkað undir Matur & Vín.

Ljúffengt lasagna með grænmeti og stökkum osti

Ljúffengt lasagna

Hráefni

1 pakki nautahakk

2 laukar – saxaðir

2 hvítlauksgeirar – saxaðir

1 dós tómata og basil pasta sósa frá Jamie Oliver

1 dós sýrður rjómi

1 gráðaostur

1 dós kotasæla

1 poki rifinn ostur

1 pakki lasagne plötur frá Jamie Oliver

Fersk basilika

Ferskir tómatar

1 peli rjóma

3 gulrætur

1 paprika rauð

Oregano krydd

Steinselju krydd

Ítalskt panini krydd

Salt og pipar

 

Leiðbeiningar

Laukur og hvítlaukur er brúnaður á pönnu með olíu. Hakkið er kryddað vel og bætt saman við laukinn.

Þegar hakkið er vel steikt þá er papriku, gulrótum, tómötum og basiliku bætt saman við.

Bræðið síðan gráðaostinn í rjómanum og passið að hræra vel í á meðan. Hitið ofninn í 180°C.

Raðið í tvö lög, fyrst er kjötið er sett neðst í eldfast mót, kotasælunni er hrært saman við sýrða rjómann og smurt ofan á lasagne plöturnar og gráðaostasósunni hellt yfir milli laga. Rifnum osti er dreift yfir allt og sett inn í heitann ofninn í 40 mínútur.

Berið fram með salati, fetaosti og ferskum tómötum.

 

Uppskriftin var fengin af uppskriftarvef Krónunnar.

Þessi uppskrift er frá Tinnu Alavis, http://alavis.is/category/uppskriftir